Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 3. janúar 2020 18:30 Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum gagnrýnir ástandið á bráðamóttöku spítalans harðlega í grein í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. Hann segir stöðuna ómögulega og þróist sókn sjúklinga þangað líkt og síðustu þrjú ár geti bráðamóttakan ekki tekið við öllum þeim sem þangað koma í vor, þegar inflúensan stendur sem hæst. Hann segir að deildin sé þegar yfirfull og gæti ekki með góðu móti tekið á móti sjúklingum til dæmi komi upp hópslys. Í greininni segir Már að skýrslu spítalans um starfsemina komi fram að skráðar innlagnir hafi verið 226 dagar í október 2017. 471 dagar á sama tíma, ári síðar og komnir í 573 daga í október í fyrra. Það sem heilbrigðisstarfsfólk hefur fyrst og fremst áhyggjur af núna, um ástandið sem geti skapast á bráðamóttökunni þegar inflúensan sem mun leggjast yfir á næstu vikum og mánuðum. Óttast er að ef inflúensan nær sér á strik geti það haft alvarlegar afleiðingar á bráðamóttöku Landspítalans.Vísir/Sigurjón Forstöðumaður bráðaþjónustu Landspítalans tekur undir gagnrýni „Ástandið er því miður ekki eins og við myndum vilja hafa það á bráðamóttökunni en ástæðurnar fyrir því liggja ekki innan bráðamóttökunnar sjálfrar. Þetta er stórt vandamál sem hefur byggst upp yfir langan tíma og það mun taka langan tíma að vinda ofan af því aftur,“ segir Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum. Jón Magnús Kristjánsson, forstöðumaður bráðaþjónustu hjá Landspítalanum.Vísir/Sigurjón Áhyggjurnar nú snúa að því ef inflúensufaraldur leggst yfir á næstu vikum og mánuðum „Þá sjáum við gjarnan að það fjölgar hjá okkur um fjóra til fimm einstaklinga sem eru í bið eftir innlögn hjá okkur á bráðamóttökunni og það er vegna þess að það er skrotur á einangrunarrýmum á spítalanum. þegar það verður að þá verður ennþá erfiðara ástand hjá okkur,“ segir Jón Magnús. Már telur í grein sinni að stórslys sé í vændum og fyrirsjáanlegt að staðan sem uppi er geti ekki farið vel. Þróunin sé ógnvænleg og ástandið galið. Landspítalin hefur ráðist í miklar skipulagsbreytingar, meðal annars til þess að vinna á þessum vanda. Hvenær getum við farið að sjá árangur af þessum skipulagsbreytingum og þá betra ástandi innan bráðamóttökunnar?„Sumt að því sem er verið að gera innan spítalans mun hafa áhrif á þetta og við erum að vonast til þess að sjá það á næstu mánuðum. Hins vegar eru aðrar breytingar sem eru utan spítalans sem eru að gerast líka og þurfa að koma til eins og uppbygging hjúkrunarheimila, kjarasamningar við hjúkrunarstarfsfólk og efling heimaþjónustu.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23 Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Áhyggjur á áhyggjur ofan hjá læknaráði Landspítalans Stjórn læknaráðs á Landspítalanum lýsir yfir áhyggjum af starfsskilyrðum og vinnuálagi á læknum spítalans. 16. desember 2019 10:23
Fleiri á bráðamóttökunni yfir jólin en síðustu ár Ríflega tvisvar sinnum fleiri langlegu sjúklingar lágu á bráðamóttöku Landspítalans yfir jólahátíðina en síðustu ár vegna flæðisvanda. Færri komu hins vegar vegna meltingarvandamála yfir hátíðina en oft áður. 27. desember 2019 20:45