Mikil aukning í samtölum við Hjálparsímann 1717: Atburðir í samfélaginu eins og óveðrið í desember hafði áhrif á kvíða fólks Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. janúar 2020 18:45 Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira
Mun fleiri höfðu samband við Hjálparsímann 1717 á síðasta ári en árið þar á undan. Vandi fólks snýr að félags- og fjárhagsvanda sem og húsnæðisvanda. Þá eru sjálfsvígssamtöl orðin alvarlegri. Atburðir í samfélaginu, eins og óveðrið í desember, hafa aukið kvíða hjá fólki. Hjálparsíma Rauða krossins á Íslandi, 1717, berast að jafnaði 14-15 þúsund símtöl á ári og hefur sá fjöldi haldist að bestu óbreyttur með smávægilegum breytingum á milli ára. Álagstími Hjálparsímans er ávallt í kringum hátíðir og segir ráðgjafi að jólahátíðin sem senn er á enda engin undantekning. „Það er svona þegar að það ríkir mikil gleði í samfélaginu almennt þá oft eykst álagið hjá okkur,“ segir Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717. Berglind Guðjónsdóttir, ráðgjafi Hjálparsímans 1717.Vísir/Stöð 2 Alvarlegum sjálfsvígssamtölum fjölgar Tilfelli sem sjálfboðaliðar takast á við snúa að sjálfsvígshugsunum, einmanaleika, fjárhagserfiðleikum og vanrækslu barna. Á undanförnum þremur árum hefur verið stöðug aukning í sjálfsvígssamtölum sem rakin eru meðal annars til aukinnar umfjöllunar um geðheilbrigðismál og sjálfsvíg. Mikil aukning var á milli áranna 2018 og 2019 en á síðasta ári bárust hátt í eitt þúsund símtöl vegna sjálfsvíga sem er tæplega 30% aukning frá árinu áður. Á milli áranna 2017 og 2018 var aukningin undir 10%. „Við sjáum mjög mikla aukningu á milli 2018 og 2019 í sjálfsvígssímtölum. Eðli þeirra hefur líka verið að breytast. Það er orðið meira um alvarlegri sjálfsvígssamtöl,“ segir Berglind. Tilfellum er snúa að félags- og fjárhagsvanda, húsnæðisvanda og vanrækslu barna fjölgar Einnig hefur samtölum er varða félagslegan- og fjárhagslegan vanda aukist töluvert á síðasta ári. Samtölum er varða atvinnuleysi hefur fjölgað um 56%, fjárhagsvanda um 46% og húsnæðisvanda 51%. Þá er 30% aukning í samtölum er snúa að vanrækslu barna Berglind segir að aldurshópurinn sem hafi samband sé mjög breiður en mest fjölgar hjá fólki undir 25 ára. „Í rauninni eru þetta ellefu til tólf ára börn og upp í eldra fólk,“ segir Berglind. Það hefur samtölum vegna atburða í samfélaginu einnig aukist, nú síðast í byrjun desember. „Það er eins og óveðrið sem var núna seinast. Það kemur bara upp ákveðinn ótti og kvíði. Fólk upplifir bara mikinn kvíða. Hvað mun gerast, hvernig mun þetta fara?“ segir Berglind.Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Fimm hundruð börn á biðlista eftir plássi í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Sjá meira