Lést úr blóðtappa stuttu eftir að hafa verið sendur heim af bráðamóttöku Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. janúar 2020 22:16 Páll var 57 ára þegar hann lést á heimili sínu. Hér sést hann ásamt Bryndísi eiginkonu sinni. Mynd/Aðsend Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir einnig að ekkja mannsins hafi fengið þau svör að maðurinn hafi verið útskrifaður of snemma, auk þess sem hann hafi verið ranglega greindur. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagðist í viðtali við Læknablaðið á dögunum óttast stórslys vegna stöðunnar sem nú er uppi á bráðamóttökunni. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans hefur einnig sagt að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Maðurinn sem sendur var heim og lést skömmu síðar hét Páll Heimir Pálsson. Hann var 57 ára þegar hann lést í lok nóvember á síðasta ári. Hann lætur eftir eiginkonu og sex börn.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Páll greindist með krabbamein í lungum í sumar. Við tóku ýmsar rannsóknir, lyfja- og geislameðferð. Ekkja Páls, Bryndís Skaftadóttir, segir ferlið hafa gengið vel, framan af, æxli í lungum Páls hafi minnkað um helming. Í nóvember hafi hjónin síðan farið í stutta ferð til Bretlands og Páll hafi veikst fljótlega eftir heimkomu. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við RÚV. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Mikið að gera á bráðamóttökunni Páll fór fyrst á bráðamóttökuna 18. nóvember og sneri aftur degi síðar, og var þar fram til 21. nóvember, þegar hann var sendur heim. Hann lést síðan heima hjá sér sunnudaginn 24. nóvember. Að sögn Bryndísar leiddi krufning í ljós að tveir stórir blóðtappar í lungum Páls hafi verið dánarorsökin. Þá segir Bryndís að mikið hafi verið að gera á bráðamóttökunni þessa daga sem hún og Páll voru á deildinni. Yfirlæknir baðst afsökunar Nokkrum dögum eftir að Páll lést, segist Bryndís hafa farið á Landspítalann og talað við Má Kristjánsson. Hann hafi beðist afsökunar á málinu og greint frá því að Páll hafi verið útskrifaður of fljótt. Hann hafi einnig greint henni frá því að krafan á bráðadeildinni væri sú að fólk væri útskrifað, og að honum þætti það miður. Páll hafi einfaldlega verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma. Í viðtalinu við RÚV sagðist Bryndís ekki vilja varpa ábyrgð málsins á einstaka starfsmenn spítalans, heldur telur hún að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðiskerfinu í heild sinni. Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Krabbameinsveikur maður með blóðtappa var í nóvember sendur heim af bráðamóttöku Landspítalans, vegna álags á deildinni. Hann lést stuttu eftir það. Þetta kemur fram í kvöldfréttum RÚV. Þar segir einnig að ekkja mannsins hafi fengið þau svör að maðurinn hafi verið útskrifaður of snemma, auk þess sem hann hafi verið ranglega greindur. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, sagðist í viðtali við Læknablaðið á dögunum óttast stórslys vegna stöðunnar sem nú er uppi á bráðamóttökunni. Framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítalans hefur einnig sagt að ítrekað hafi verið bent á alvarlega stöðu bráðadeildar. Nauðsynlegt sé að hraða uppbyggingu hjúkrunarheimila og heimaþjónustu. Maðurinn sem sendur var heim og lést skömmu síðar hét Páll Heimir Pálsson. Hann var 57 ára þegar hann lést í lok nóvember á síðasta ári. Hann lætur eftir eiginkonu og sex börn.Sjá einnig: Stjórnendur Landspítalans hafa ítrekað bent á alvarlega stöðu bráðadeildar Páll greindist með krabbamein í lungum í sumar. Við tóku ýmsar rannsóknir, lyfja- og geislameðferð. Ekkja Páls, Bryndís Skaftadóttir, segir ferlið hafa gengið vel, framan af, æxli í lungum Páls hafi minnkað um helming. Í nóvember hafi hjónin síðan farið í stutta ferð til Bretlands og Páll hafi veikst fljótlega eftir heimkomu. Páll hafi því verið skoðaður á bráðamóttöku og lagður inn í stuttan tíma, þar til hann hélt heim um nóttina. Veikindi Páls hafi síðan ágerst, en daginn eftir hafi hann verið kominn með um 40 stiga hita. Því hafi verið farið með Pál aftur upp á bráðamóttöku, þar sem hann dvaldi í tvær nætur. „Þá kemur læknir sem metur það þannig að hann sé orðinn hress, hann þurfi ekki lengur súrefni og við megum bara fara heim,“ sagði Bryndís í samtali við RÚV. Heimferðin hafi reynst Páli mjög erfið, þar sem hann hafi enn verið mjög veikur. Hann var síðan rúmliggjandi í tvo daga, og vart náð andanum. „En síðan á sunnudagsmorguninn deyr hann. Hann bara kafnar í höndunum á mér,“ sagði Bryndís í viðtalinu. Mikið að gera á bráðamóttökunni Páll fór fyrst á bráðamóttökuna 18. nóvember og sneri aftur degi síðar, og var þar fram til 21. nóvember, þegar hann var sendur heim. Hann lést síðan heima hjá sér sunnudaginn 24. nóvember. Að sögn Bryndísar leiddi krufning í ljós að tveir stórir blóðtappar í lungum Páls hafi verið dánarorsökin. Þá segir Bryndís að mikið hafi verið að gera á bráðamóttökunni þessa daga sem hún og Páll voru á deildinni. Yfirlæknir baðst afsökunar Nokkrum dögum eftir að Páll lést, segist Bryndís hafa farið á Landspítalann og talað við Má Kristjánsson. Hann hafi beðist afsökunar á málinu og greint frá því að Páll hafi verið útskrifaður of fljótt. Hann hafi einnig greint henni frá því að krafan á bráðadeildinni væri sú að fólk væri útskrifað, og að honum þætti það miður. Páll hafi einfaldlega verið ranglega greindur og útskrifaður of snemma. Í viðtalinu við RÚV sagðist Bryndís ekki vilja varpa ábyrgð málsins á einstaka starfsmenn spítalans, heldur telur hún að ábyrgðin liggi hjá heilbrigðiskerfinu í heild sinni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30 Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vildi ekki vera ráðherra ef það verður stórslys á bráðadeild Formaður velferðarnefndar Alþingis tekur undir með yfirlækni bráðamótttöku Landspítalans um að stórslys geti verið í uppsiglingu þar verði ekkert að gert. 4. janúar 2020 19:30
Yfirlæknir óttast stórslys á bráðamóttöku Landspítalans Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga hjá Landspítalanum segir að stórslys sé í uppsiglingu á bráðamóttöku spítalans verði ekkert að gert. Fjöldi inniliggjandi sjúklinga hafi þrefaldast á tveimur árum og mikill þrýstingur sé að útskrifa sjúklinga. 3. janúar 2020 18:30