Ananasmálið tröllríður Seltjarnarnesi Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2020 12:45 Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu. Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira
Auður Jónsdóttir, rithöfundur, setti fram heldur betur áhugavert tíst fyrir nokkrum dögum þar sem hún segir að ef maður setur ananas í körfuna á ákveðnum tíma í Hagkaupum á Eiðistorgi sé maður að gefa merki um að maður sé til í makaskipti. Auður hafði varann á og vísaði í orð ónefndrar vinkonu sinnar. Tístið vakti gríðarlega athygli og fjallaði mbl.is meðal annars um málið. Í kjölfarið birti Hagkaup athyglisverða færslu á Facebook þar sem auglýst var að ferskur ananas hafi verið að lenda í verslunum þeirra. Gísli Örn Garðarsson, leikari, birti síðan í gær mynd á Facebook þar sem hann segist hafa fundið ananas en týnt eiginkonu sinni Nínu Dögg Filippusdóttur. Auður Jónsdóttir deilir frétt um málið á Facebook-síðu sinni og þar hefur skapast töluverð umræða meðal Seltirninga. Þar segir hún: „Ja, hérna, spurning hvort ég hætti mér út á Seltjarnarnes á næstunni.“ Karl Pétur Jónsson bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi skilur ekkert í málinu. „Hvernig hefur mér tekist að búa á Nesinu í 16 ár án þess að vita þetta?,“ skrifar Karl við færslu Auðar og fleiri fylgja á eftir. Listahjónin Reynir Lyngdal og Elma Lísa Gunnarsdóttir eru ekki alveg sammála þegar kemur að stóra ananasmálinu og segir Elma á léttu nótunum: „Út af hverju heldur þú að við fluttum á Nesið?“ Reynir segist ekki einu sinni fíla ananas en hann leikstýrði Áramótaskaupinu og Elma Lísa kom þar við sögu sem leikkona. Fjölmiðlakonan Sigríður Pétursdóttir segir: „Eins gott að mér finnst ananas vondur.“ Sigríður Ingibjörg Ingadóttir fyrrverandi þingkona segist núna skilja hvers vegna Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði svona gegn ananas á sínum tíma en hann bjó á Seltjarnarnesinu áður en hann flutti á Bessastaði. Píratinn Sara Óskarsson er sár: „Bjó á nesinu í 10 ár. Aldrei boðið! Ekki eitt skipti. Hurtful..“ Sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason slær á létta strengi: „Ég hef lengi þóst vera fyndinn þegar ég spyr fólk hvort það sé úr Graðabænum - hvað er hægt að kalla Seltjarnarnes?“ Þá mætir Sara aftur á svæðið og svarar Agli: „AnaNes“ Greinilegt er að mikil umræða hefur skapast um stóra ananasmálið á Seltjarnarnesinu.
Grín og gaman Seltjarnarnes Mest lesið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Lífið Charli xcx gifti sig Lífið Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Fleiri fréttir Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Sjá meira