Fyrrum NFL-stjörnunni Antonio Brown virðist leiðast þessa dagana og hann reynir sífellt að finna upp á einhverju nýju að gera.
Hann er nýbúinn að gefa út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband sem hefur fengið misgóðar viðtökur.
Í gærkvöldi stakk Brown síðan upp á því á Twitter að berjast í hnefaleikum gegn Youtube-stjörnunni Logan Paul.
square up @LoganPaul
— AB (@AB84) January 7, 2020
Paul hefur verið að berjast við aðra Youtube-stjörnu, KSI, og hafa bardagar þeirra fengið mikið áhorf.
Paul tók alls ekkert illa í hugmyndina og sagðist ætla að vera fljótur að rota Brown.
i’d drop you faster than the patriots https://t.co/Vv592JRkxk
— Logan Paul (@LoganPaul) January 7, 2020
Nú er bara spurning hvort einhver hafi áhuga á því að setja slíkan bardaga á dagskrá.