Elvar Örn Jónsson er byrjaður að hlaupa og vonir standa til að hann verði klár fyrir fyrsta leik Íslands á EM 2020.
Aron Pálmarsson og Bjarki Már Elísson æfðu með landsliðinu á æfingu í morgun. Daníel Þór Ingason er hins vegar fingurbrotinn og fer ekki með á EM.
Elvar tognaði illa á ökkla í æfingaleiknum gegn Þýskalandi á laugardaginn.
Að sögn Guðmundar Guðmundssonar á blaðamannafundinum þar sem hópurinn fyrir EM 2020 var tilkynntur er Elvar í kapphlaupi við tímann að ná leiknum gegn Dönum á laugardaginn.
Læknir og sjúkraþjálfari landsliðsins eru þó bjartsýnir og Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn.
Guðmundur tekur 17 leikmenn með á EM. Enn er óljóst hver situr uppi í stúku til að byrja með, m.a. vegna meiðsla Elvars.
Íslenska EM-hópinn má sjá með því að smella hér eða í kynningu HSÍ hér að neðan.
Elvar virðist hafa sloppið fyrir horn | Aron og Bjarki Már æfðu í morgun

Tengdar fréttir

Sjáðu myndbandið frábæra af EM-hópnum
HSÍ fór nýja leið til þess að kynna leikmannahópinn fyrir EM í dag. Hópurinn var birtur á myndbandi.

Elvar Örn: Ég er í kapphlaupi við tímann
Landsliðsmaðurinn, Elvar Örn Jónsson, meiddist í upphafi leiks Íslands og Þýskalands á laugardaginn,

Umfjöllun: Þýskaland - Ísland 33-25 | Þjóðverjar keyrðu yfir Strákana okkar
Ísland tapaði með átta marka mun fyrir Þýskalandi, 33-25, í eina æfingaleik sínum fyrir Evrópumótið 2020.

EM-hópurinn: Sveinn kemur í stað Daníels Þórs
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari tilkynnti nú rétt í þessu sautján manna leikmannahóp sem fer á EM í Svíþjóð.