Fatlaðir fá sanngirnisbætur verði frumvarp að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. janúar 2020 19:58 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. stöð 2 Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira