Úkraínumenn ætla að senda rannsakendur til Írans Kjartan Kjartansson skrifar 8. janúar 2020 16:45 Björgunarmaður á vettvangi flugslyssins í Shahedshahr, suðvestur af Teheran í dag. AP/Ebrahim Noroozi Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi. Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
Volodýmýr Zelenskíj, forseti Úkraínu, segir að stjórnvöld í Kænugarði ætli að senda teymi sérfræðinga til Írans til að rannsaka orsakir þess að úkraínsk farþegaþota fórst með 176 manns við Teheran í morgun. Írönsk flugmálayfirvöld hafa sagt að tæknileg vandamál hafi líklega grandað vélinni. „Forgangsmál okkar er að komast að sannleikanum og þeim sem bera ábyrgð á þessum hræðilega harmleik,“ sagði Zelenskíj eftir fund með ráðuneyti sínu í dag. Ellefu Úkraínumenn eru sagðir hafa verið um borð í vélinni, auk 82 Írana og 63 Kanadamanna. Flugvélin hrapaði og eldur kviknaði í henni skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. Slysið varð skömmu eftir að tilkynnt var að írönsk stjórnvöld hefðu gert flugskeytaárás á herstöð í Írak sem hýsir bandaríska hermenn. Það var hefndaraðgerð eftir morð Bandaríkjahers á Qasem Soleimani, yfirmanni sérsveitar íranska byltingarvarðarins, í Bagdad á föstudag. Íranski herinn vísaði því á bug að flugskeyti gæti hafa grandað farþegaflugvélinni úkraínsku. Vélin var þriggja og hálfs ára gömul af gerðinni Boeing 737. Upphaflega sögðust úkraínskir embættismenn sammála mati íranskra flugmálayfirvalda um að tæknileg vandamál hefðu leitt til slyssins en þeir drógu síðar í land og sögðust ætla að bíða niðurstöðu rannsóknar. Flestir farþeganna voru á leið til Kænugarðs, höfuðborgar Úkraínu. AP-fréttastofan segir að íranskir námsmenn í Úkraínu og Kanadamenn af írönskum uppruna eða ættum nýti sér þessa flugleið oft í vetrarfríi.
Íran Kanada Úkraína Tengdar fréttir 63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52 Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Sjá meira
63 Kanadamenn og tíu Svíar í hópi þeirra sem fórust Farþegaflugvél Ukraine International Airlines fórst skömmu eftir flugtak í Teheran í morgun. 176 voru um borð. 8. janúar 2020 08:52
Allir um borð í úkraínskri farþegaþotu fórust Allir um borð fórust þegar úkraínsk farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 hrapaði rétt eftir flugtak frá flugvellinum í Teheran í Íran í nótt. 8. janúar 2020 06:36