Austurrískur bæjarstjóri biðlar til Frozen-aðdáenda að halda sig fjarri Atli Ísleifsson skrifar 9. janúar 2020 08:41 Bænum var bætt á heimsminjaskrá UNESCO árið 1997. Getty Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“ Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Straumur ferðamanna til austurríska alpabæjarins Hallstatt hefur stóraukist að undanförnu eftir að orðrómur fór á flug um að bærinn sé fyrirmynd Arendelle úr Frozen-myndunum. Hallstatt er að finna um sjötíu kílómetrum suðaustur af Salzburg og telja íbúarnir um 780. Bæjarbúar hafa síðustu áratugina búið við mikinn ferðamannafjölda, en aukningin er nú slík að um 10 þúsund manns heimsækja bæinn daglega, að því er fram kemur í frétt Independent. Bæjarstjórinn Alexander Scheutz segir að heimsóknir ferðamanna hafi að langstærstum hluta staðið yfir yfir sumarmánuðina og bærinn jafnan lagst í ákveðinn vetrardvala. Nú hafi hins vegar orðið mikil aukning yfir vetrarmánuðina, borið saman við fyrri ár. The town Arendelle was inspired by! pic.twitter.com/TJxTibfaAN— ᴍs. sᴄʜɪʟʟɪɴɢ (@crackheadpipes) January 7, 2020 Hallstatt er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Austurríki og er áætlað að um milljón manns heimsæki bæinn á hverju ári. Þar er meðal annars að finna eina elstu saltnámu í heimi, en staðsetning og umhverfi bæjarins þykja einstaklega fögur. „Markmiðið er að fækka um þriðjung,“ segir Scheutz í samtali við Times, en viðurkennir þó að bærinn hafi enga leið til að stöðva komu þeirra. „Hallstatt er mikilvægur hluti menningarsögunni, ekki safn.“ Arendelle í Frozen-myndunum. Þó að íbúar Hallstatt hafi vissulega hagnast að mörgu leyti á þessum mikla straumi ferðamanna, til að mynda að búðir geta haft opið allan ársins hring og skólar og menningarstofnanir eru enn starfræktar, ólíkt því sem gerst hefur í mörgum öðrum austurrískum smábæjum í Ölpunum, þá hefur það ekki einungis verið tekið út með sældinni. „Þetta er stórslys,“ segir Verena Lobisser, eigandi gistiheimilis í bænum, í samtali við Washington Post. „Margir telja í alvörunni að þetta sé skemmtigarður.“
Austurríki Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Fjögur hús eyðilögðust í bruna í miðbæ Hallstatt Eldurinn kom upp í trjákofa í austurríska bænum Hallstatt en miðbærinn er að finna á heimsminjaskrá UNESCO. 3. desember 2019 13:40
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent