Haugur af vélmennum sendur til Mars á árinu Samúel Karl Ólason skrifar 9. janúar 2020 11:00 Starfsmenn SpaceX ætla að slá eigið met á árinu og skjóta minnst 21 geimflaug á loft. Vísir/SpaceX Þróun geimferða hefur verið mikil og hröð á undanförnum árum. Einkafyrirtæki eru farin að ryðja sér til rúms í geimnum og umsvif þeirra aukast sífellt. Á þessu ári munu koma sá tímapunktur að menn hafa búið samfleytt í geimnum í heil tuttugu ár. Það er einungis einn af mörgum vendipunktum varðandi geimvísindin og geimferðir þetta árið. Til stendur að senda minnst fjögur för til Mars, bæði SpaceX og Boeing ætla að senda sína fyrstu geimfara út í geim og SpaceX ætlar að umlykja jörðina smáum samskiptagervihnöttum, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin eru nokkuð sér á báti varðandi geimferðir. Þeir hafa ekki getað sent menn út í geim um árabil en vonast er til að það muni breytast á þessu ári. SpaceX stefnir á að brjóta eigið met með 21 geimskot á ári og United Launch Alliance, samstarfsverkefni Lockheed Martin og Boeing, ætla að skjóta um tólf eldflaugum út í geim. Þar að auki stefni fyrirtækið Northrop Grumman á þrjú geimskot. Sameinuðu arabísku furstadæmin stefna á að senda far til Mars, þar sem það á að komast á sporbraut. Skjóta á farinu á loft frá Japan í sumar. Þurfa að standa við stóru orðin Fyrirtækjum sem vinna að þróun geimfara hefur tekist að laða að miklar fjárfestingar á undanförnum árum en sérfræðingar segja komið að ákveðum kaflaskiptum. Nú þurfi forsvarsmenn þessara fyrirtækja að standa við stóru orðin og sýna að þeir geti staðið sig og að fyrirtækin sjálf geti skilað hagnaði, samkvæmt sérfræðingi sem blaðamenn Washington Post ræddu við. Einn af fyrstu áföngunum sem stendur til að ná þessu ári snýr að SpaceX. Fyrirtækið sendi geimfarið Crew Dragon til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í Mars í fyrra og í janúar stendur til að gera öryggispróf varðandi það að hætta við geimskot með farinu. Seinna á árinu ætlar SpaceX svo að senda sína tvo fyrstu geimfara út í geim með Crew Dragon. Það eru þeir Bob Behnken og Doug Herley sem munu fara í fyrsta geimfluginu en ekki liggur fyrir hvenær skjóta á þeim út í geim. Sú dagsetning veltur að miklu leyti á því hvernig öryggisprófið gengur í janúar. Bob Behnken og Doug Herley standa hér við Crew Dragon geimfar.Vísir/NASA Boeing skaut einnig Starliner geimfari sínu á loft á árinu, eða í desember. Geimfarið átti að fljúga til geimstöðvarinnar en vegna villu við geimskotið komst það ekki þangað. Innri klukka geimfarsins mun ekki hafa verið í samræmi við Atlast V eldflaugina og brenndi geimfarið því ekki eldsneyti á þeim tíma sem það átti að gera það og komst því ekki til geimstöðvarinnar. Mismunurinn á milli innri klukkna eldflaugarinnar og farsins var ellefu klukkustundir og enn sem komið er hefur verið fátt um svör af hverju. Samkvæmt umfjöllun Business Insider er þó mögulegt að önnur tilraun verði gerð með að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar, áður en farið verður notað til að flytja menn út í geim. Ferðamenn að komast einnig út í geim Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, hefur um árabil haldið því fram að hann sé við það að fara að senda ferðamenn út í geiminn. Það hefur þó dregist og dregist. Nú er þó vonast til þess að það náist á þessu ári, eftir nokkur tilraunaflug. Áætlað er að flytja 66 ferðamenn út í geim á þessu ári, 700 á því næsta og tæplega þúsund 2022. Forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu nýverið að merkur áfangi hafi náðst í smíði geimskipa sem flytja eiga ferðamennina. Major milestone complete – the next spaceship in our fleet is, for the first time, carrying its own weight. In this milestone, all major structural elements of the vehicle were assembled and the vehicle deployed its main landing gear. https://t.co/xwzQgeCE0j@TheSpaceshipCopic.twitter.com/VjY8eWDi5D— Virgin Galactic (@virgingalactic) January 8, 2020 Jeff Bezos, einn milljarðamæringur til viðbótar, ætlar sér einnig að senda menn út í geim á þessu ári með fyrirtæki sínu Blue Origin. Hann hefur þó verið tiltölulega þögull um ætlanir fyrirtækisins en síðasta tilraunaflug þess fór fram í desember. Vélmenni fjölmenna á Mars Í júlí ætlar NASA að senda nýjan félaga til þeirra InSight og Cuirosity á Mars, Mars 2020-jeppann. Verkefni hans verður að finna vísbendingar um tilvist örvera á plánetunni rauðu og safna sýnum til undirbúnings frekari ferða til Mars með því markmiði að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Áætlað er að vélmennið lendi á Mars þann 18. febrúar 2021. Vélmenni NASA sem senda á til mars.Vísir/NASA Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) mun einnig senda vélmenni til Mars á árinu. Skjóta á vélmenninu Rosalind Franklin á loft seint í sumar eða haust og það á sömuleiðis að leita að lífrænum sameindum með því að bora eftir sýnum. Ferð vélmennisins er seinni liður ExoMars-verkefnis ESA en sá fyrri fólst í því að senda gervihnöttinn Trace Gas Orbiter á braut um Mars. Saman eiga gervihnötturinn og vélmennið að finna svör við þeirri spurningu hvort líf hafi nokkurn tímann verið til staðar þar. Um svipað leyti, í lok sumars, ætla Kínverjar sér að skjóta eigin geimfari til Mars. Það mun bera gervihnött sem á að fara á sporbraut um plánetuna og lendingarfar. Þessi geimskot munu öll fara fram á svipuðum tíma þar sem minnst fjarlægð verður á milli jarðarinnar og Mars þegar geimförin ná til rauðu plánetunnar. Kínverjar ætla einnig að senda far til tunglsins á seinni hluta ársins. Það far mun fylgja Chang‘e 4 farinu sem lenti á myrku hlið tunglsins í byrjun 2019. Nýja lendingarfarinu, Chang‘e 5, er ætlað að flytja sýni frá tunglinu og aftur til jarðarinnar. Geimfarið sem skaut smástirni snýr aftur Geimfarið Hayabusa-2 frá Japan mun einnig snúa aftur til jarðarinnar undir lok ársins eða í nóvember eða desember. Geimfarið var sent af stað í desember 2014 og til smástirnisins Ryugu. Þar skaut geimfarið smástirnið og varpaði sprengju á það, til að ná sýnum úr því. Þau sýni eru nú á leið til jarðar um borð í Hayabusa 2 og vonast vísindamenn til að þannig megi sjá úr hverju smástirnið myndaðist. Tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Hvíta húsið hefur gefið NASA það verkefni að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Verið er að þróa nýja eldflaug til að bera geimfara til tunglsins og hefur það reynst mun erfiðara og dýrara en til stóð. Þar að auki er ekki byrjað að byggja lendingarfarið sem til þarf. Sérfræðingar segja óljóst hvort að peningarnir séu til staðar til að ná þessum áfanga. Samningur við þróun og byggingu lendingarfarsins verður boðinn út á árinu og þá á að gera nokkrar tilraunir varðandi eldflaugina Space Launch System eða SLS. NASA stefnir á að skjóta SLS fyrst á loft seint á árinu eða á því næsta. Það verkefni kallast Artemis 1. Þar á SLS að senda geimfar á braut um tunglið og til baka. Á næstu árum á svo að senda menn með í sambærilega ferð og árið 2024 á geimfarið að lenda með menn á tunglinu. < ESA mun senda far til sólarinnar á árinu og stendur til að skjóta því á loft í febrúar. Farið, sem kallast Solar Orbiter, mun rannsaka sólina úr mikilli nálægð en það mun taka nokkur ár að koma farinu þangað og mun það nota þyngdarafl jarðarinnar og Venusar til að komast þangað. Solar Orbiter á að taka myndir af pólum sólarinnar og taka fjölmargar mælingar af aðstæðum í geimnum nærri sólu. Meðal annars er farinu ætlað að svara spurningum sem snúa að áhrifum sólarinnar á jörðina og geimveðri. Leynileg geimflaug snýr aftur út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að senda leynilegu geimflaugina X-37B út í geim á árinu og verður það í sjötta sinn sem það er gert. Flauginni var síðast lent á jörðinni í október, eftir að hún hafði verið í 780 daga á braut um jörðina. Verkefni X-37B flaugarinnar er leynilegt en talið er að hún geti bæði borið smáa gervihnetti eða tilraunir. Farmrými farsins er á stærð við pall pallbíls. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004. Það svipar mjög til gömlu geimskutlanna. Sérfræðinar telja víst að flugherinn noti X-37B til ýmissa tilrauna. Þær geti snúið að samskiptabúnaði, eftirliti og jafnvel tækni til að skjóta niður gervihnetti. Líklegast þykir að herinn sé að nota farið til að þróa nýja eftirlitsgervihnetti. X-37B er ekki stórt í smíðum.Getty/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Þessi umfjöllun ekki er tæmandi um þá viðburði sem munu eiga sér stað á árinu og snúa að geimnum. Það er ljóst að árið og þau næstu gætu orðið mjög áhrifamikil varðandi geimferðir. Sífellt fleiri þjóðir eru að ryðja sér rúms í geimnum og geimferðum fer sífellt fjölgandi og fyrirtæki og stofnanir vinna að leiðum til að draga úr kostnaði við geimskot. Þá óttast sérfræðingar að öngþveiti muni myndast á braut um jörðina á næstu árum þar sem gervihnöttum fer sífellt fjölgandi. Fleiri ríki senda þá út í loft og það gera fyrirtæki einnig. Það er ljóst að vélmönnum, geimförum og gervihnöttum mun fara fjölgandi á árinu en það mun einnig eiga við um menn, ef vel heppnast. Sama hvað, þá verður nóg um merkilega viðburði og geimskot sem hægt verður að fylgjast með á árinu sem nú er nýhafið. Geimurinn Mars Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Fundu fjarlæga reikistjörnu á braut um tvær stjörnur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er á braut um tvær stjörnur. 7. janúar 2020 22:00 Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. 27. desember 2019 15:15 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina TESS-sjónaukanum var skotið á loft árið 2018. Bergreikistjarna á braut um rauðan dverg er sú fyrsta sem hann finnur sem er á stærð við jörðina og í lífbelti stjörnu. 7. janúar 2020 12:31 NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. 16. október 2019 10:00 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til mars. 14. nóvember 2019 13:34 Tvær konur stíga út úr geimstöðinni í fyrsta sinn Fyrsta geimgangan sem eingöngu konur koma að, fer fram fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina í dag. 18. október 2019 10:41 Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Jómfrúarflug Starliner-geimferju Boeing gekk ekki sem skyldi en fyrirtækinu tókst þó að lenda henni aftur í heilu lagi. 22. desember 2019 14:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Þróun geimferða hefur verið mikil og hröð á undanförnum árum. Einkafyrirtæki eru farin að ryðja sér til rúms í geimnum og umsvif þeirra aukast sífellt. Á þessu ári munu koma sá tímapunktur að menn hafa búið samfleytt í geimnum í heil tuttugu ár. Það er einungis einn af mörgum vendipunktum varðandi geimvísindin og geimferðir þetta árið. Til stendur að senda minnst fjögur för til Mars, bæði SpaceX og Boeing ætla að senda sína fyrstu geimfara út í geim og SpaceX ætlar að umlykja jörðina smáum samskiptagervihnöttum, svo eitthvað sé nefnt. Bandaríkin eru nokkuð sér á báti varðandi geimferðir. Þeir hafa ekki getað sent menn út í geim um árabil en vonast er til að það muni breytast á þessu ári. SpaceX stefnir á að brjóta eigið met með 21 geimskot á ári og United Launch Alliance, samstarfsverkefni Lockheed Martin og Boeing, ætla að skjóta um tólf eldflaugum út í geim. Þar að auki stefni fyrirtækið Northrop Grumman á þrjú geimskot. Sameinuðu arabísku furstadæmin stefna á að senda far til Mars, þar sem það á að komast á sporbraut. Skjóta á farinu á loft frá Japan í sumar. Þurfa að standa við stóru orðin Fyrirtækjum sem vinna að þróun geimfara hefur tekist að laða að miklar fjárfestingar á undanförnum árum en sérfræðingar segja komið að ákveðum kaflaskiptum. Nú þurfi forsvarsmenn þessara fyrirtækja að standa við stóru orðin og sýna að þeir geti staðið sig og að fyrirtækin sjálf geti skilað hagnaði, samkvæmt sérfræðingi sem blaðamenn Washington Post ræddu við. Einn af fyrstu áföngunum sem stendur til að ná þessu ári snýr að SpaceX. Fyrirtækið sendi geimfarið Crew Dragon til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar í Mars í fyrra og í janúar stendur til að gera öryggispróf varðandi það að hætta við geimskot með farinu. Seinna á árinu ætlar SpaceX svo að senda sína tvo fyrstu geimfara út í geim með Crew Dragon. Það eru þeir Bob Behnken og Doug Herley sem munu fara í fyrsta geimfluginu en ekki liggur fyrir hvenær skjóta á þeim út í geim. Sú dagsetning veltur að miklu leyti á því hvernig öryggisprófið gengur í janúar. Bob Behnken og Doug Herley standa hér við Crew Dragon geimfar.Vísir/NASA Boeing skaut einnig Starliner geimfari sínu á loft á árinu, eða í desember. Geimfarið átti að fljúga til geimstöðvarinnar en vegna villu við geimskotið komst það ekki þangað. Innri klukka geimfarsins mun ekki hafa verið í samræmi við Atlast V eldflaugina og brenndi geimfarið því ekki eldsneyti á þeim tíma sem það átti að gera það og komst því ekki til geimstöðvarinnar. Mismunurinn á milli innri klukkna eldflaugarinnar og farsins var ellefu klukkustundir og enn sem komið er hefur verið fátt um svör af hverju. Samkvæmt umfjöllun Business Insider er þó mögulegt að önnur tilraun verði gerð með að skjóta Starliner til geimstöðvarinnar, áður en farið verður notað til að flytja menn út í geim. Ferðamenn að komast einnig út í geim Richard Branson, eigandi Virgin Galactic, hefur um árabil haldið því fram að hann sé við það að fara að senda ferðamenn út í geiminn. Það hefur þó dregist og dregist. Nú er þó vonast til þess að það náist á þessu ári, eftir nokkur tilraunaflug. Áætlað er að flytja 66 ferðamenn út í geim á þessu ári, 700 á því næsta og tæplega þúsund 2022. Forsvarsmenn fyrirtækisins tilkynntu nýverið að merkur áfangi hafi náðst í smíði geimskipa sem flytja eiga ferðamennina. Major milestone complete – the next spaceship in our fleet is, for the first time, carrying its own weight. In this milestone, all major structural elements of the vehicle were assembled and the vehicle deployed its main landing gear. https://t.co/xwzQgeCE0j@TheSpaceshipCopic.twitter.com/VjY8eWDi5D— Virgin Galactic (@virgingalactic) January 8, 2020 Jeff Bezos, einn milljarðamæringur til viðbótar, ætlar sér einnig að senda menn út í geim á þessu ári með fyrirtæki sínu Blue Origin. Hann hefur þó verið tiltölulega þögull um ætlanir fyrirtækisins en síðasta tilraunaflug þess fór fram í desember. Vélmenni fjölmenna á Mars Í júlí ætlar NASA að senda nýjan félaga til þeirra InSight og Cuirosity á Mars, Mars 2020-jeppann. Verkefni hans verður að finna vísbendingar um tilvist örvera á plánetunni rauðu og safna sýnum til undirbúnings frekari ferða til Mars með því markmiði að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Áætlað er að vélmennið lendi á Mars þann 18. febrúar 2021. Vélmenni NASA sem senda á til mars.Vísir/NASA Geimvísindastofnun Evrópu (ESA) mun einnig senda vélmenni til Mars á árinu. Skjóta á vélmenninu Rosalind Franklin á loft seint í sumar eða haust og það á sömuleiðis að leita að lífrænum sameindum með því að bora eftir sýnum. Ferð vélmennisins er seinni liður ExoMars-verkefnis ESA en sá fyrri fólst í því að senda gervihnöttinn Trace Gas Orbiter á braut um Mars. Saman eiga gervihnötturinn og vélmennið að finna svör við þeirri spurningu hvort líf hafi nokkurn tímann verið til staðar þar. Um svipað leyti, í lok sumars, ætla Kínverjar sér að skjóta eigin geimfari til Mars. Það mun bera gervihnött sem á að fara á sporbraut um plánetuna og lendingarfar. Þessi geimskot munu öll fara fram á svipuðum tíma þar sem minnst fjarlægð verður á milli jarðarinnar og Mars þegar geimförin ná til rauðu plánetunnar. Kínverjar ætla einnig að senda far til tunglsins á seinni hluta ársins. Það far mun fylgja Chang‘e 4 farinu sem lenti á myrku hlið tunglsins í byrjun 2019. Nýja lendingarfarinu, Chang‘e 5, er ætlað að flytja sýni frá tunglinu og aftur til jarðarinnar. Geimfarið sem skaut smástirni snýr aftur Geimfarið Hayabusa-2 frá Japan mun einnig snúa aftur til jarðarinnar undir lok ársins eða í nóvember eða desember. Geimfarið var sent af stað í desember 2014 og til smástirnisins Ryugu. Þar skaut geimfarið smástirnið og varpaði sprengju á það, til að ná sýnum úr því. Þau sýni eru nú á leið til jarðar um borð í Hayabusa 2 og vonast vísindamenn til að þannig megi sjá úr hverju smástirnið myndaðist. Tilraunum þessum er ætlað að varpa ljósi á uppruna vatns og lífs á jörðinni og veita vísindamönnum aukinn skilning á uppruna sólkerfisins. Ryugu er talið vera um 4,6 milljarða ára gamalt og mun það vera að mestu úr kolefni. Talið er að þar megi einnig finna vatn. Hvíta húsið hefur gefið NASA það verkefni að koma mönnum aftur til tunglsins árið 2024. Verið er að þróa nýja eldflaug til að bera geimfara til tunglsins og hefur það reynst mun erfiðara og dýrara en til stóð. Þar að auki er ekki byrjað að byggja lendingarfarið sem til þarf. Sérfræðingar segja óljóst hvort að peningarnir séu til staðar til að ná þessum áfanga. Samningur við þróun og byggingu lendingarfarsins verður boðinn út á árinu og þá á að gera nokkrar tilraunir varðandi eldflaugina Space Launch System eða SLS. NASA stefnir á að skjóta SLS fyrst á loft seint á árinu eða á því næsta. Það verkefni kallast Artemis 1. Þar á SLS að senda geimfar á braut um tunglið og til baka. Á næstu árum á svo að senda menn með í sambærilega ferð og árið 2024 á geimfarið að lenda með menn á tunglinu. < ESA mun senda far til sólarinnar á árinu og stendur til að skjóta því á loft í febrúar. Farið, sem kallast Solar Orbiter, mun rannsaka sólina úr mikilli nálægð en það mun taka nokkur ár að koma farinu þangað og mun það nota þyngdarafl jarðarinnar og Venusar til að komast þangað. Solar Orbiter á að taka myndir af pólum sólarinnar og taka fjölmargar mælingar af aðstæðum í geimnum nærri sólu. Meðal annars er farinu ætlað að svara spurningum sem snúa að áhrifum sólarinnar á jörðina og geimveðri. Leynileg geimflaug snýr aftur út í geim Flugher Bandaríkjanna stefnir á að senda leynilegu geimflaugina X-37B út í geim á árinu og verður það í sjötta sinn sem það er gert. Flauginni var síðast lent á jörðinni í október, eftir að hún hafði verið í 780 daga á braut um jörðina. Verkefni X-37B flaugarinnar er leynilegt en talið er að hún geti bæði borið smáa gervihnetti eða tilraunir. Farmrými farsins er á stærð við pall pallbíls. Farið var upprunalega þróað af NASA og smíðað af Boeing árið 1999. Herinn tók við farinu árið 2004. Það svipar mjög til gömlu geimskutlanna. Sérfræðinar telja víst að flugherinn noti X-37B til ýmissa tilrauna. Þær geti snúið að samskiptabúnaði, eftirliti og jafnvel tækni til að skjóta niður gervihnetti. Líklegast þykir að herinn sé að nota farið til að þróa nýja eftirlitsgervihnetti. X-37B er ekki stórt í smíðum.Getty/Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna Þessi umfjöllun ekki er tæmandi um þá viðburði sem munu eiga sér stað á árinu og snúa að geimnum. Það er ljóst að árið og þau næstu gætu orðið mjög áhrifamikil varðandi geimferðir. Sífellt fleiri þjóðir eru að ryðja sér rúms í geimnum og geimferðum fer sífellt fjölgandi og fyrirtæki og stofnanir vinna að leiðum til að draga úr kostnaði við geimskot. Þá óttast sérfræðingar að öngþveiti muni myndast á braut um jörðina á næstu árum þar sem gervihnöttum fer sífellt fjölgandi. Fleiri ríki senda þá út í loft og það gera fyrirtæki einnig. Það er ljóst að vélmönnum, geimförum og gervihnöttum mun fara fjölgandi á árinu en það mun einnig eiga við um menn, ef vel heppnast. Sama hvað, þá verður nóg um merkilega viðburði og geimskot sem hægt verður að fylgjast með á árinu sem nú er nýhafið.
Geimurinn Mars Tækni Artemis-áætlunin Tengdar fréttir Fundu fjarlæga reikistjörnu á braut um tvær stjörnur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er á braut um tvær stjörnur. 7. janúar 2020 22:00 Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. 27. desember 2019 15:15 Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30 Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina TESS-sjónaukanum var skotið á loft árið 2018. Bergreikistjarna á braut um rauðan dverg er sú fyrsta sem hann finnur sem er á stærð við jörðina og í lífbelti stjörnu. 7. janúar 2020 12:31 NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. 16. október 2019 10:00 NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18 Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til mars. 14. nóvember 2019 13:34 Tvær konur stíga út úr geimstöðinni í fyrsta sinn Fyrsta geimgangan sem eingöngu konur koma að, fer fram fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina í dag. 18. október 2019 10:41 Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Jómfrúarflug Starliner-geimferju Boeing gekk ekki sem skyldi en fyrirtækinu tókst þó að lenda henni aftur í heilu lagi. 22. desember 2019 14:41 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Sjá meira
Fundu fjarlæga reikistjörnu á braut um tvær stjörnur Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur fundið fjarreikistjörnu sem er á braut um tvær stjörnur. 7. janúar 2020 22:00
Kínverjar skutu stórri eldflaug út í geim eftir vandræði í tvö ár Síðasta geimskot áratugarins heppnaðist þegar Kínverjar skutu hinni stóru Long March 5 eldflaug á loft í dag. 27. desember 2019 15:15
Bestu geimljósmyndir ársins 2019 Árið sem nú er að líða var ágætlega gjöfult þegar kom að verkefnum í geimnum og fjöldi ljósmynda frá geimförum og sjónaukum hér á jörðu niðri af plánetum og öðru sem flýtur um í geimnum litu dagsins ljós. 30. desember 2019 11:30
Nýlegur geimsjónauki fann sína fyrstu reikistjörnu með líkindi við jörðina TESS-sjónaukanum var skotið á loft árið 2018. Bergreikistjarna á braut um rauðan dverg er sú fyrsta sem hann finnur sem er á stærð við jörðina og í lífbelti stjörnu. 7. janúar 2020 12:31
NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Geimfarar munu nota þessa búninga til að komast til tungslins og ganga á yfirborði þess. 16. október 2019 10:00
NASA segir að James Webb-sjónaukinn sé á áætlun Til stendur að skjóta stærsta geimsjónauka sögunnar út í geim í mars á næsta ári. 6. janúar 2020 13:18
Kínverjar leitast eftir alþjóðlegu samstarfi í geimnum Yfirvöld Kína buðu erlendum erindrekum og blaðamönnum að fylgjast með tilraun á lendingarfari í dag sem til stendur að senda til mars. 14. nóvember 2019 13:34
Tvær konur stíga út úr geimstöðinni í fyrsta sinn Fyrsta geimgangan sem eingöngu konur koma að, fer fram fyrir utan Alþjóðlegu geimstöðina í dag. 18. október 2019 10:41
Boeing lenti geimfari sem hlekktist á Jómfrúarflug Starliner-geimferju Boeing gekk ekki sem skyldi en fyrirtækinu tókst þó að lenda henni aftur í heilu lagi. 22. desember 2019 14:41