Japanir vísa ásökunum Ghosn á bug Kjartan Kjartansson skrifar 9. janúar 2020 10:25 Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, segir ásakanir Ghosn ekki eiga við rök að styðjast. AP/Eugene Hoshiko Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja. Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Japans segir að ásakanir Carlos Ghosn, fyrrverandi stjórnarformanns Nissan, um að hann hafi verið órétti beittur séu ekki studdar neinum rökum. Ghosn tjáði sig í fyrsta skipti opinberlega í gær eftir að hann flúði Japan á meðan hann gekk laus gegn tryggingu rétt fyrir áramót.Á blaðamannafundi í Beirút lýsti Ghosn því sem hann sagði „grimmilega“ meðferð sem hann hefði hlotið hjá japönskum saksóknurum. Ghosn er ákærður fyrir fjármálalegt misferli í starfi í Japan. Hann fullyrðir að saksóknararnir hafi yfirheyrt hann í allt að átta klukkustundir á dag án þess að hann fengi að hafa lögmann með sér. Þeir hafi reynt að þvinga játningu út úr honum. Masako Mori, dómsmálaráðherra Japans, svaraði Ghosn í yfirlýsingu í morgun og sakaði hann um að fara með fleipur um japanskt réttarkerfi til að réttlæta ólöglegan flótta sinn frá landinu. Flótti Ghosn væri glæpur sem ekki ætti að líða í neinu ríki, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. „Mín upplifun af því að hlusta á hann var sú að það voru fáar yfirlýsingar sem voru studdar nokkrum sönnunum. EF hann vill sanna sakleysi sitt ætti hann að koma fyrir sanngjörn réttarhöld hér,“ sagði Mori. Ghosn fullyrti í gær að hann ætti „enga möguleika“ á sanngjörnum réttarhöldum í Japan. Honum tókst að lauma sér úr landi og flúði til Líbanon þangað sem hann á ættir að rekja.
Japan Líbanon Carlos Ghosn flýr Japan Tengdar fréttir Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19 Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14 Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00 Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20 Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sjá meira
Segja Ghosn hafa notað almenningssamgöngur á flóttanum Garlos Ghosn, ferðaðist með lest frá Tókíó til Osaka, áður en hann flúði til Líbanon að því er fram kemur í frétt líbönsku sjónvarpstöðvarinnar NTV. 6. janúar 2020 11:19
Hyggjast herða verklag eftir flótta Ghosn Yfirvöld í Japan hafa gefið það út að þau ætli að herða verklag í innflytjendamálum eftir ótrúlegan flótta Carlos Ghosn. 5. janúar 2020 18:14
Ghosn segir meðferð sína í Japan svívirðilega Carlos Ghosn, fyrrverandi forstjóri bílaframleiðandans Nissan, tjáði sig í fyrsta sinn opinberlega í dag frá því hann flúði frá Japan. 8. janúar 2020 19:00
Eiginkona Ghosn sökuð um að hafa framið meinsæri í Japan Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur Carole Ghosn en talið er að hún sé með eiginmanni sínum sem flúði til Líbanons. 7. janúar 2020 10:20
Ghosn flúði frá Japan og til Líbanon Carlos Ghosn, fyrrverandi yfirmaður Nissan og Renault, hefur flúið frá Japan þar sem hann átti fangelsisdóm yfir höfði sér og á hann að hafa óttast að fá ekki sanngjörn réttarhöld. 30. desember 2019 23:02