Borche: Þurfum að treysta ferlinu Árni Jóhannsson skrifar 9. janúar 2020 21:26 Borche er áhyggjufullur. vísir/bára „Stjarnan er náttúrlega með frábært lið og við vorum ekki tilbúnir í kvöld til að berjast við þá eins og við vorum ekki tilbúnir í bardagann gegn Njarðvík um daginn“, sagði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, þegar hann var spurður út í það hvað væri að hjá hans mönnum þessa stundina. ÍR tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Við erum aftur að tapa frákastabaráttunni og á köflum sýndum við ástríðu og baráttu en það dugir ekki að gera það í 5-10 mínútur heldur þarf að gera það í 40 mínútur. Við þurfum að finna ástríðuna okkar og menn þurfa að átta sig á því að þetta er ekki auðvelt og við sýndum mikið af veikleikamerkjum og það á heimavelli og það gerir mig áhyggjufullann. Við þurfum að treysta ferlinu og þurfum að byrja upp á nýtt. Seinustu tvær æfingar voru góðar og mennirnir sýndu góða takta á æfingu og reglan er að við spilum eins og við æfum. Þegar við aukum tempóið á æfingum þá fara úrslitin af vera okkur í hag. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik en óskum Stjörnunni til hamingju með leikinn sem eru í góðum takti en við eru algjörlega úr takti og eiginlega ekkert meira um það að segja. Okkur þarf að ganga betur næst“. Borche sagði eftir leikinn á móti Njarðvík að hann væri áhyggjufullur og var spurður að því hvort hann hafi séð eitthvað í kvöld sem minnkaði þær áhyggjur. „Nei því miður. Við erum töpuðum frákastabaráttunni með 20 fráköstum og þurfum meiri baráttu undir körfunni. Við erum ekki með stóran mann undir körfunni en mínir menn þurfa að átta sig á því að það þarf að berjast meira fyrir þessu. Þetta er mikið vandamál fyrir okkur sem við þurfum að leysa. Í fyrra vorum við liðið sem tók flest fráköst en í ár erum við líklegast neðst í þeim flokki. Við þurfum bara að treysta ferlinu og þurfum að koma nýjum mönnum inn í þetta og vonandi finnum við taktinn aftur“. Í ljósi vandræða ÍR-inga undir körfunni, þar sem þeir eru neðstir í frákastatöflunni, þá var Borche spurður hvort einhver möguleiki væri á því að ná í stóran mann undir körfuna en félagsskiptaglugginn er opinn enn þá. „Það er ekki fyrir mig að svara því. Ég lít á alla möguleikana en starfið mitt er að gera þá sem ég er með betri í körfubolta. Ég veit að mörg lið fengu nýja menn og við fengum Robert [Kovac] inn og þurfum að koma öllum í takt. Vonandi þá finnum við lausnina en ég veit ekki hvort það sé hægt að ná í stóran mann“. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
„Stjarnan er náttúrlega með frábært lið og við vorum ekki tilbúnir í kvöld til að berjast við þá eins og við vorum ekki tilbúnir í bardagann gegn Njarðvík um daginn“, sagði þjálfari ÍR, Borche Ilievski, þegar hann var spurður út í það hvað væri að hjá hans mönnum þessa stundina. ÍR tapaði í kvöld fyrir Stjörnunni á heimavelli. „Við erum aftur að tapa frákastabaráttunni og á köflum sýndum við ástríðu og baráttu en það dugir ekki að gera það í 5-10 mínútur heldur þarf að gera það í 40 mínútur. Við þurfum að finna ástríðuna okkar og menn þurfa að átta sig á því að þetta er ekki auðvelt og við sýndum mikið af veikleikamerkjum og það á heimavelli og það gerir mig áhyggjufullann. Við þurfum að treysta ferlinu og þurfum að byrja upp á nýtt. Seinustu tvær æfingar voru góðar og mennirnir sýndu góða takta á æfingu og reglan er að við spilum eins og við æfum. Þegar við aukum tempóið á æfingum þá fara úrslitin af vera okkur í hag. Við þurfum að einbeita okkur að næsta leik en óskum Stjörnunni til hamingju með leikinn sem eru í góðum takti en við eru algjörlega úr takti og eiginlega ekkert meira um það að segja. Okkur þarf að ganga betur næst“. Borche sagði eftir leikinn á móti Njarðvík að hann væri áhyggjufullur og var spurður að því hvort hann hafi séð eitthvað í kvöld sem minnkaði þær áhyggjur. „Nei því miður. Við erum töpuðum frákastabaráttunni með 20 fráköstum og þurfum meiri baráttu undir körfunni. Við erum ekki með stóran mann undir körfunni en mínir menn þurfa að átta sig á því að það þarf að berjast meira fyrir þessu. Þetta er mikið vandamál fyrir okkur sem við þurfum að leysa. Í fyrra vorum við liðið sem tók flest fráköst en í ár erum við líklegast neðst í þeim flokki. Við þurfum bara að treysta ferlinu og þurfum að koma nýjum mönnum inn í þetta og vonandi finnum við taktinn aftur“. Í ljósi vandræða ÍR-inga undir körfunni, þar sem þeir eru neðstir í frákastatöflunni, þá var Borche spurður hvort einhver möguleiki væri á því að ná í stóran mann undir körfuna en félagsskiptaglugginn er opinn enn þá. „Það er ekki fyrir mig að svara því. Ég lít á alla möguleikana en starfið mitt er að gera þá sem ég er með betri í körfubolta. Ég veit að mörg lið fengu nýja menn og við fengum Robert [Kovac] inn og þurfum að koma öllum í takt. Vonandi þá finnum við lausnina en ég veit ekki hvort það sé hægt að ná í stóran mann“.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: ÍR - Stjarnan 73-91 | Ekkert bras á toppliðinu í Breiðholti Stjarnan fór í heimsókn í Breiðholtið og sótti þar tvö stig í greipar heimamanna og það eiginlega auðveldlega. 9. janúar 2020 21:45