Los Angeles liðin verða bæði í „Hard Knocks“ í ár og fyrsti þátturinn er í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2020 11:45 Það syttust í það að Aaron Donald og félagar í Los Angeles Rams hlaupi út á völl í fyrsta leik en áður verða þeir til umfjöllunar í „Hard Knocks“ þáttunum. Getty/Jayne Kamin-Oncea Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020 NFL Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Sjá meira
Það styttist í NFL tímabilið þrátt fyrir mjög óvenjulega tíma í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Árleg áminning um það er það þegar „Hard Knocks“ þættirnir vinsælu mæta á svæðið. Fyrsti þátturinn í ár verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Hard Knocks þættirnir fjalla að þessu sinni um bæði Los Angeles liðin en þetta er í fyrsta sinn sem tvö lið verða til umfjöllunar í einu. Í þessum fróðlegu og skemmtilegu þáttum fá áhorfendur að vera fluga á vegg á undirbúningstímabilum NFL-liða og sjá hvað gerist á bak við tjöldin. Þetta er fimmtánda árið sem NFL deildin velur eitt (og nú tvö) félög til að fylgja eftir á undirbúningstímabilinu en að þessu sinni verða teknir upp meira en 2300 klukkutímar af efni sem síðan verður matreitt í þáttunum. Fyrsti þátturinn af „Hard Knocks 2020“ verður sýndur á Stöð 2 Sport 2 í kvöld og verður hann strax á eftir Meistaradeildarleik Barcelona og Bayern München eða klukkan 21.30. TONIGHT S THE NIGHT #HardKnocks pic.twitter.com/5plyrM3He1— Los Angeles Rams (@RamsNFL) August 12, 2020 Undirbúningsleikirnir í NFL ættu vera farnir í gang og liðin búin að æfa í nokkrar vikur en kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif þar eins og annars staðar. Undirbúningstímabilið er því mjög óhefðbundið sem gerir jafnframt þessa þætti í ár mjög forvitnilega. Umfjöllunarefni „Hard Knocks“ verður því annað en vanalega því æfingarnar eru talsvert öðruvísi og liðin eru ekki að spila æfingaleiki eða æfa með öðrum félögum. Los Angeles liðin eru Los Angeles Rams og Los Angeles Chargers en þau eru að taka í notkun nýjan stórkostlegan leikvang á þessu tímabili. Los Angeles Rams spilaði á Los Angeles Memorial Coliseum leikvanginum í fyrra en Los Angeles Chargers spilaði á Dignity Health Sports Park sem var afar dapur á NFL-mælikvarða. Nú er búið að byggja hinn stórbrotna SoFi Stadium í Inglewood en hann tekur yfir sjötíu þúsund áhorfendur og mun á næstu árum hýsa Super Bowl 2022, HM í fótbolta 2026 og Ólympíuleikana 2028. „Hard Knocks“ þættirnir verða sýndir á föstudagskvöldum næstu vikur en þeir verða fimm talsins. Þættirnir eru frumsýndir á HBO í Bandaríkjunum í sömu viku. "I've been lifting too!"Donte Deayon is trying to get on @AaronDonald97's level. @AyoItsND (via @NFLFilms) : #HardKnocks | Tuesday at 10pm on @HBO pic.twitter.com/Igt7C30Ho0— NFL (@NFL) August 10, 2020
NFL Mest lesið Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Sport Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri Sport Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Handbolti Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Körfubolti Fleiri fréttir „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Meistarar í ellefta sinn á síðustu þrettán árum Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Hákon Arnar lék allan tímann þegar Lille tapaði stórleik Barca mistókst að ná sex stiga forskoti Misstu niður tveggja marka forystu Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum Melsungen enn með í titilbaráttunni SjallyPally: Pílan í beinni frá Akureyri „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn Vinicius Junior klikkaði á víti og Real Madrid tapaði Davíð Snær með dramatískt sigurmark Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Leverkusen tryggði sér sigur á síðustu stundu Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Kyssti fréttamanninn í miðju viðtali Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Ísak og Valgeir fögnuðu naumun sigri á móti Íslendingalausum mótherjum Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Bandaríska sambandið vill líka 48 þjóða HM hjá konunum Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Íslenski boltinn