Mikil spenna milli Grikkja og Tyrkja í Miðjarðarhafinu Samúel Karl Ólason skrifar 13. ágúst 2020 19:34 Rannsóknarskipið Oruc Reis og fylgdarskip þess. Grikkir og Frakkar hafa sömuleiðis sent herskip á vettvang. AP/IHA Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun. Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Yfirvöld í Grikklandi hafa sett herafla ríkisins í viðbragðsstöðu vegna deilna þeirra við Tyrki. Hermenn hafa verið kallaðir úr fríum og Frakkar hafa sömuleiðis aukið hernaðarviðveru sína á svæðinu sem deilt er um. Tyrkir sendu í bryjun vikunnar rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði sem talið er innihalda töluvert af náttúrugasi. Með í fylgd voru tyrknesk herskip og grísk herskip fylgja þeim eftir. Grikkir krefjast þess að skipið verði kallað til baka og segja rannsóknirnar vera ólöglegar. Deilurnar snúa að hafsvæði á milli Krítar og Kýpur. Bæði ríkin gera tilkall til svæðisins og hafa viðræður ekki gengið eftir. „Okkar ríki mun aldrei ógna öðrum en við munum ekki láta kúga okkur heldur,“ sagði Kyriako Mitsotakis í sjónvarpsávarpi í dag. Hann sagði mikla hættu á að slys yrðu á svæðinu og ítrekaði að ef til átaka kæmi væri það á ábyrgð Tyrkja. Bæði Grikkland og Tyrkland eru í Atlantshafsbandalaginu. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, tilkynnti í gær að hann hefði sent freigátu og tvær orrustuþotur á svæðið. Hann gagnrýndi einnig Tyrki fyrir aðgerðir þeirra og sagði viðræður nauðsynlegar til að leysa deiluna. Fyrst þyrftu Tyrkir þó að hætta aðgerðum sínum. Samkvæmt frétt Guardian kallaði Macron eftir því í síðasta mánuði að Evrópusambandið beitti Tyrki refsiaðgerðum vegna deilnanna og því sem forsetinn lýsti sem „brotum“ Tyrkja á fullveldi Grikklands og Kýpur. Josep Borrell, utanríkisráðherra Evrópusambandsins, hefur einnig lýst yfir áhyggjum vegna ástandsins og boðað til neyðarfundar utanríkisráðsins á morgun.
Grikkland Tyrkland Frakkland Kýpur Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Innlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira