Þeir hörðustu ætla hvorki að styðja né syngja fyrir nýjasta samherja Ragnars Anton Ingi Leifsson skrifar 13. ágúst 2020 14:00 Kamil Wilczek í treyju FCK. mynd/fck.dk Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars. Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars.
Danski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Sigur í fyrsta leik hjá Jóhannesi Kristni Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira