Flúði Hvíta-Rússland vegna barnanna Samúel Karl Ólason skrifar 11. ágúst 2020 23:00 Svetlana Tikhanovskaya, segist viss um að einhverjir verði reiðir yfir ákvörðun hennar. AP/Sergei Grits Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman. Hvíta-Rússland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Svetlana Tikhanovskaya, mótframbjóðandi Alexander Lukashenko, sem kallaður hefur verið „síðasti einræðisherra Evrópu“, flúði frá Hvíta-Rússlandi til Litháen vegna barna sinna. Umfangsmikil mótmæli eiga sér stað í Hvíta-Rússlandi, þriðja kvöldið í röð. Opinberar tölur úr forsetakosningunum um helgina segja Lukashenko hafa unnið yfirburðasigur. Kosningarnar hafa þó verið gagnrýndar víða og Lukashenko sakaður um kosningasvindl. Alþjóðlegir eftirlitsaðilar með framkvæmd kosninga fengu ekki að fylgjast með forsetakosningunum, rétt eins og í síðustu forsetakosningum, og hafa þeir lýst yfir áhyggjum um kosningasvindl. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið hafa fordæmt framkvæmd kosninganna. Tikhanovskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til forseta eftir að eiginmaður hennar, sem hafði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Í aðdraganda kosninganna sendi hún börn þeirra til Litháen og flúði hún sjálf þangað í gærkvöldi. Í dag sendi hún svo frá sér myndband þar sem hún sagðist ekki vera jafn sterk og hún hafði vonast til. Hún sagðist hafa flúið land vegna barna sinna. Þau væru það mikilvægasta í lífi hennar. Hún sagðist einnig átta sig á því að margir yrðu reiðir yfir ákvörðun hennar. Áður en hún flúði land fór Tikhanovskaya til yfirkjörstjórnar Hvíta-Rússlands til að leggja fram formleg mótmæli vegna framkvæmd kosninganna. Þar var hún handtekinn og var hún í haldi í sjö klukkustundir, samkvæmt frétt BBC. Eftir að henni var sleppt birtist annað myndband af henni í ríkisfjölmiðlum, sem var tekið þegar hún var í haldi. Í frétt BBC segir að Tikhanovskaya hafi virst stressuð og að hún hafi lesið upp úr handriti. Hún sagði stuðningsmönnum sínum og mótmælendum að fara eftir lögum. Bandamenn hennar segja hana hafa verið þvingaða til að flytja þá ræðu. Heimildarmaður BBC heldur því fram að Tikhanovskaya hafi í raun ekki farið sjálfviljug úr landi. Henni hafi verið vísað úr landi ásamt kosningastjóra sínum, sem hafði einnig verið handtekin í aðdraganda kosninganna, og flótti þeirra hafi verið liður í samkomulagi við ríkisstjórn Lukashenko. Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, staðfesti við BBC að þær hefðu ferðast saman.
Hvíta-Rússland Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira