Áfram átök í Minsk Samúel Karl Ólason skrifar 10. ágúst 2020 20:40 Særður mótmælandi borinn í skjól í Minsk. Vísir/AP Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020 Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Aftur hefur komið til átaka milli mótmælenda og öryggissveita í Minsk og víðar í Hvíta-Rússlandi. Stjórnarandstaða landsins neitar að viðurkenna úrslit forsetakosninganna í gær og þjóðarleiðtogar víða um heim hafa lýst yfir áhyggjum af framkvæmd kosninganna. Samkvæmt opinberum tölum fékko Alexander Lukashenko, sem kallaður er „síðasti einræðisherra Evrópu“, 80 prósent atkvæða. Hann hefur verið við völd í landinu frá árinu 1994. Eftirlitsaðilar fengu ekki að aðgang að kosningunum og Lukashenko hefur verið sakaður um svindl. Samkvæmt frétt Reuters hafa eftirlitsaðilar ekki talið sanngjarnar kosningar hafa farið fram í Hvíta-Rússlandi síðan árið 1995. Öryggissveitir skutu tárágasi að mótmælendum og beittu kylfum í átökum í kvöld. Jafnvel hafa fregnir borist af skothríð og fjöldahandtökum. Fregnir hafa sömuleiðis borist af miklum mótmælum víða um landið. Svetlana Tikhanouskaya, mótframbjóðandi Lukashenko, er einnig sögð vera týnd en Linas Linkevicius, utanríkisráðherra Litháen, sagði frá því á Twitter í kvöld að hann hafi reynt að ná í hana í nokkrar klukkustundir en án árangurs. Tried to reach Svetlana #Tikhanovskaya for several hours. Her whereabouts not known even to her staff. Concerned about her safety. #Belarus pic.twitter.com/bkGbqWnu9Y— Linas Linkevicius (@LinkeviciusL) August 10, 2020 Einn blaðamaður segist hafa náð sambandi við starfsmenn framboðs Tikhanouskaya og að þau segi hana óhullta. Tikhanouskaya er fyrrverandi enskukennari sem bauð sig fram til foresta eftir að eiginmaður hennar, sem haffði þá boðið sig fram til forseta, var handtekinn í maí. Þar að auki hafa nokkrir starfsmenn framboðs hennar verið handteknir. Tikhanouskaya sagði í morgun að hún liti á sig sem sigurvegara kosninganna. Meintar niðurstöður þeirra færu gegn almennri skynsemi og yfirvöld ættu að íhuga hvernig best væri að láta af völdum með friðsömum hætti. Samkvæmt BBC sagði lögreglan fyrr í kvöld að komið hefði verið í veg fyrir banatilræði gegn Tikhanouskaya. Lokað hefur verið á internetið víða í Hvíta-Rússlandi en Lukashenko hefur talað um mótmælendur sem „rollur“ sem fylgi skipunum óprúttinna erlendra aðila. Hann hefur sömuleiðis kallað mótmælendur fyllibyttur og fíkla. Hann heldur því farm að hann sé það eina sem standi í vegi vargaldar í Hvíta-Rússlandi. #Belarus: riot police in #Brest fired stun grenades to break up the protesters pic.twitter.com/so6YwI1OFg— Thomas van Linge (@ThomasVLinge) August 10, 2020
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39 Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Mótmælt eftir umdeildar forsetakosningar Hvíta-Rússlands Forsetakosningar fóru fram í austur-Evrópuríkinu Hvíta-Rússlandi í dag. Eftir að niðurstöður útgönguspár hvítrússneska ríkissjónvarpsins og fyrstu tölur kosninganna voru birtar fór allt í bál og brand hjá andstæðingum forsetans Alexanders Lúkasjenkó sem hefur verið við völd frá árinu 1994. 9. ágúst 2020 23:39
Forsetakosningar fara fram í Hvíta-Rússlandi í dag Kjörstaðir voru opnaðir í Hvíta Rússlandi í morgun en þar fara forsetakosningar fram í dag. Alexander Lúkasjenkó, sitjandi forseta, er spáð sigri þrátt fyrir að mótframboð Svetlana Tikhanovskaya njóti töluverðs fylgis og Lúkasjenkó mæti þannig meiri andstöðu en áður. 9. ágúst 2020 15:30