Aðeins fimm karlar og fimm konur fá að keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit 2020 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2020 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir verður ekki meðal keppenda en hún sú sem hefur oftast komist á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist var búin að vinna sér inn keppnisrétt en er í barnsburðarleyfi. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Heimsleikarnir í CrossFit eru vanalega að baki á þessum tíma ársins en þeir hafa síðustu ár farið fram í kringum Verslunarmannahelgina. Kórónuveiran hefur breytt því eins og flestu í heiminum í dag. CrossFit samtökin hafa ítrekað frestað heimsleikunum en þar á bæ eru menn og konur engu að síður staðráðin að halda heimsmeistaramót CrossFit íþróttarinnar á þessum ári. CrossFit hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að breyta fyrirkomulaginu í annað sinn á þessu sumar. Í raun verða heimsleikarnir nú tvískiptir og mikil fækkun á keppendum í sjálfu úrslitamótinu. View this post on Instagram @CrossFit today announced a change to the format for the 2020 Reebok CrossFit Games that will separate the event into two stages: an online competition in Athletes home countries from which the top five men and top five women will advance to an in-person finals in California to crown the Fittest Man and Fittest Woman on Earth. The 2020 Reebok CrossFit Games are a go!, said CrossFit CEO @rozaeric. At CrossFit, we are always energized by a challenge, and hosting a worldwide sporting event in the age of COVID is no exception. We are excited to be able to deliver the CrossFit Games to our athletes, fans, and CrossFit gym members in 158 countries through a two-stage format that combines a worldwide online competition with a small in-person finals in Northern California. This innovative format will help us protect the safety of our athletes while delivering a world-class Games experience to identify the world s fittest individuals. More information about the 2020 Reebok CrossFit Games, including final dates and schedules for individual athletes events, will be available on games.crossfit.com. Link in bio. #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #CrossFitAffiliates #CommittedtoCrossFit #Sports @CrossFitRanch A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Aug 7, 2020 at 3:56pm PDT Eftir fyrstu breytinguna í vor þá áttu 30 karlar og 30 konur að fá tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn í höfuðstöðvum CrossFit samtakanna. Þessir sextíu keppendur komu frá sextán löndum, þar á meðal Íslandi, en á tímum lítils ferðafrelsis og sóttvarna þá yrði alltaf mjög erfitt að safna öllu þessu fólki saman í Kaliforníu. Forráðamenn CrossFit samtakanna tóku því þá ákvörðun að halda fyrri hluta úrslitanna í gegnum netið. Keppendurnir munu því gera æfingarnar heiman frá sér eins og þeir gerðu á Rogue Invitational CrossFit-mótinu í júní. Í þessum fyrri hluta, sem verður líka sendur út í gegnum netið þannig að allir geta fylgst með, mun koma í ljós hverjir munu enda í sætum 6 til 30 á heimsleikunum í ár. Aðeins fimm efstu karlarnir og fimm efstu konurnar munu aftur á móti fá að keppa um heimsmeistaratitilinn í ár en lokaúrslitin verða í höfuðstöðvum CrossFit samtakanna í Kaliforníu. Íslenska CrossFit fólkið hefur oft komist á verðlaunapall á síðustu árum og vonandi ná sem flest þeirra að komast alla leið í úrslitin. Fyrri hluti úrslitanna fer fram í september og fimm manna úrslitin verða síðan fjórum til fimm vikum síðar. CrossFit samtökin ætla ekki að festa neina dagsetningar fyrr en búið er að ræða við alla keppendur. Allir keppendur í fyrri hlutanum fá sérstakan dómara til sín og sá hinn sami mun vera reyndur meðlimur úr starfsliði CrossFit námskeiðanna. Æfingarnar verða teknar upp og þeim verður streymt á CrossFit Games síðunni. CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Sjá meira
Heimsleikarnir í CrossFit eru vanalega að baki á þessum tíma ársins en þeir hafa síðustu ár farið fram í kringum Verslunarmannahelgina. Kórónuveiran hefur breytt því eins og flestu í heiminum í dag. CrossFit samtökin hafa ítrekað frestað heimsleikunum en þar á bæ eru menn og konur engu að síður staðráðin að halda heimsmeistaramót CrossFit íþróttarinnar á þessum ári. CrossFit hefur hins vegar tekið þá ákvörðun að breyta fyrirkomulaginu í annað sinn á þessu sumar. Í raun verða heimsleikarnir nú tvískiptir og mikil fækkun á keppendum í sjálfu úrslitamótinu. View this post on Instagram @CrossFit today announced a change to the format for the 2020 Reebok CrossFit Games that will separate the event into two stages: an online competition in Athletes home countries from which the top five men and top five women will advance to an in-person finals in California to crown the Fittest Man and Fittest Woman on Earth. The 2020 Reebok CrossFit Games are a go!, said CrossFit CEO @rozaeric. At CrossFit, we are always energized by a challenge, and hosting a worldwide sporting event in the age of COVID is no exception. We are excited to be able to deliver the CrossFit Games to our athletes, fans, and CrossFit gym members in 158 countries through a two-stage format that combines a worldwide online competition with a small in-person finals in Northern California. This innovative format will help us protect the safety of our athletes while delivering a world-class Games experience to identify the world s fittest individuals. More information about the 2020 Reebok CrossFit Games, including final dates and schedules for individual athletes events, will be available on games.crossfit.com. Link in bio. #CrossFitGames #CrossFit #Fitness #CrossFitAffiliates #CommittedtoCrossFit #Sports @CrossFitRanch A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) on Aug 7, 2020 at 3:56pm PDT Eftir fyrstu breytinguna í vor þá áttu 30 karlar og 30 konur að fá tækifæri til að keppa um heimsmeistaratitilinn í höfuðstöðvum CrossFit samtakanna. Þessir sextíu keppendur komu frá sextán löndum, þar á meðal Íslandi, en á tímum lítils ferðafrelsis og sóttvarna þá yrði alltaf mjög erfitt að safna öllu þessu fólki saman í Kaliforníu. Forráðamenn CrossFit samtakanna tóku því þá ákvörðun að halda fyrri hluta úrslitanna í gegnum netið. Keppendurnir munu því gera æfingarnar heiman frá sér eins og þeir gerðu á Rogue Invitational CrossFit-mótinu í júní. Í þessum fyrri hluta, sem verður líka sendur út í gegnum netið þannig að allir geta fylgst með, mun koma í ljós hverjir munu enda í sætum 6 til 30 á heimsleikunum í ár. Aðeins fimm efstu karlarnir og fimm efstu konurnar munu aftur á móti fá að keppa um heimsmeistaratitilinn í ár en lokaúrslitin verða í höfuðstöðvum CrossFit samtakanna í Kaliforníu. Íslenska CrossFit fólkið hefur oft komist á verðlaunapall á síðustu árum og vonandi ná sem flest þeirra að komast alla leið í úrslitin. Fyrri hluti úrslitanna fer fram í september og fimm manna úrslitin verða síðan fjórum til fimm vikum síðar. CrossFit samtökin ætla ekki að festa neina dagsetningar fyrr en búið er að ræða við alla keppendur. Allir keppendur í fyrri hlutanum fá sérstakan dómara til sín og sá hinn sami mun vera reyndur meðlimur úr starfsliði CrossFit námskeiðanna. Æfingarnar verða teknar upp og þeim verður streymt á CrossFit Games síðunni.
CrossFit Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Snævar sló tugi meta á árinu: „Ánægður og stoltur af sjálfum mér“ Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Fall á lyfjaprófi reyndist eistnakrabbamein Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Dagskráin: Big Ben og áður United í beinni frá Old Trafford Sjá meira