Forsetaframbjóðandi missti af fyrsta framboðsfundinum vegna árásar leðurblöku Andri Eysteinsson skrifar 8. ágúst 2020 22:49 Jo Jorgensen mun kljást við Donald Trump og Joe Biden í nóvember næstkomandi. Getty/SOPA Forsetaframbjóðandi bandaríska Frjálshyggjuflokksins, háskólakennarinn Jo Jorgensen, sá sér ekki fært að mæta á fyrsta skipulagða viðburð kosningabaráttu hennar sem fara átti fram fyrr í dag. Jorgensen mun verja helginni í kosningaferð um suðurríkin Mississippi og Louisiana. Politico greinir frá því að aflýsa þurfti framboðsfundi Jorgensen eftir að hún var bitin af leðurblöku og þurfti að leita læknisaðstoðar til þess að fá hundaæðissprautu. Ekki er vitað hvernig það atvikaðist en Jorgensen grínaðist með atvikið á Twitter-síðu sinni þegar Twitter notandi sagði henni að til þess að öðlast ofurkrafta yrði hún að vera bitin af geislavirkri könguló. Batman hafi ekki verið bitinn af leðurblöku. Jorgensen svaraði um hæl og sagðist einfaldlega ekki vera Leðurblökumaðurinn. I'm not Batman. 😉— Jo Jorgensen (@Jorgensen4POTUS) August 8, 2020 Jorgensen ætlaði þó ekki að láta bitið stoppa sig frekar og sagðist ætla að taka þátt í öðrum viðburðum sem skipulagðir hafa verið um helgina. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun CNBS mælist Jorgensen með 2% stuðning kjósenda. Frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins hefur mest fengið 3,29% kosningu en það var Gary Johnson sem bauð sig fram á móti Donald Trump og Hillary Clinton árið 2016. Jo Jorgensen hefur áður verið í framboði en hún hlaut 0,5% kosningu sem varaforsetaefni Harry Browne 1996 og 2,2% kosningu í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir SC-4 í Suður Karólínu árið 1992. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Forsetaframbjóðandi bandaríska Frjálshyggjuflokksins, háskólakennarinn Jo Jorgensen, sá sér ekki fært að mæta á fyrsta skipulagða viðburð kosningabaráttu hennar sem fara átti fram fyrr í dag. Jorgensen mun verja helginni í kosningaferð um suðurríkin Mississippi og Louisiana. Politico greinir frá því að aflýsa þurfti framboðsfundi Jorgensen eftir að hún var bitin af leðurblöku og þurfti að leita læknisaðstoðar til þess að fá hundaæðissprautu. Ekki er vitað hvernig það atvikaðist en Jorgensen grínaðist með atvikið á Twitter-síðu sinni þegar Twitter notandi sagði henni að til þess að öðlast ofurkrafta yrði hún að vera bitin af geislavirkri könguló. Batman hafi ekki verið bitinn af leðurblöku. Jorgensen svaraði um hæl og sagðist einfaldlega ekki vera Leðurblökumaðurinn. I'm not Batman. 😉— Jo Jorgensen (@Jorgensen4POTUS) August 8, 2020 Jorgensen ætlaði þó ekki að láta bitið stoppa sig frekar og sagðist ætla að taka þátt í öðrum viðburðum sem skipulagðir hafa verið um helgina. Samkvæmt síðustu skoðanakönnun CNBS mælist Jorgensen með 2% stuðning kjósenda. Frambjóðandi Frjálshyggjuflokksins hefur mest fengið 3,29% kosningu en það var Gary Johnson sem bauð sig fram á móti Donald Trump og Hillary Clinton árið 2016. Jo Jorgensen hefur áður verið í framboði en hún hlaut 0,5% kosningu sem varaforsetaefni Harry Browne 1996 og 2,2% kosningu í framboði til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fyrir SC-4 í Suður Karólínu árið 1992.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira