Hættir eftir birtingu myndar af sér með buxnaklaufina rennda niður Atli Ísleifsson skrifar 8. ágúst 2020 09:22 Jerry Falwell yngri tók við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Getty Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007. Bandaríkin Trúmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira
Jerry Falwell yngri, forseti eins stærsta evangelíska háskóla heims, hefur samþykkt að láta af störfum sem forseti eftir að hann birti mynd af sér og konu á samfélagsmiðlum þar sem þau voru bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í yfirlýsingu frá Liberty-háskólanum sagði að Falwell – sem er einn dyggasti stuðningsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta – myndi fara í ótímabundið leyfi sem forseti Liberty-háskólans í Virginíu-ríki í Bandaríkjunum. Voru ekki gefnar sérstakar skýringar á ákvörðuninni. Falwell hefur sjálfur sagt að myndin, sem hann birti á Instagram, hafi verið „undarleg“, en að þetta hafi allt verið gert í „góðu gamni“. Hann fjarlægði myndina skömmu eftir að birtingu hennar. Nemendur Liberty-háskólans þurfa að lúta ströngum reglum um hvernig skuli hegða sér innan sem utan veggja skólans. Er þeim til að mynda bannað að stunda kynlíf utan hjónabands og meinað að nota fjölmiðla, efni hverra brýtur í bága við gildi og hefðir skólans. Er þar átt við klúra lagatexta, andkristinna boða, kynferðisleg efni og nekt. Þá skulu nemendur forðast öfgar í hártísku og fatavali og klæðast hæversklega á öllum stundum. wut is happening pic.twitter.com/8iEOr9EeRQ— Robert Downen (@RobDownenChron) August 3, 2020 Á umræddri mynd má sjá Falwell með höndina utan um konu sem þó ekki er kona hans og eru þau bæði með buxnaklaufina rennda niður. Í hinni hendinni heldur hann á glasi með dökkum vökva. „Fleiri myndir úr fríinu. Fjöldi góðra vina heimsóttu okkur á snekkjunni. Ég lofa að það er bara svart vatn í glasinu mínu. Þetta var bara leikmunur,“ sagði Falwell í texta sem fylgdi myndinni. Liberty-háskólinn var stofnaður af föður Falwell í Lynchburg í Virginíu árið 1971 og tók Falwell við embætti forseta skólans eftir að faðir hans lést árið 2007.
Bandaríkin Trúmál Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sjá meira