Utanríkisráðherrann gekk á Rússa um meint verðlaunafé í Afganistan Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 19:38 Meint verðlaunafé sem Rússar eiga að hafa heitið talibönum fyrir að drepa bandaríska hermenn kom til tals í símtali Mike Pompeo (t.h.) og Sergei Lavrov (t.v.) í júlí. Vísir/EPA Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta. Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa varað rússneskan starfsbróður sinn eindregið við því að greiða talibönum verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska hermenn í Afganistan. Það gerði Pompeo þrátt fyrir að Donald Trump forseti haldi því fram að enginn fótur sé fyrir fréttum af verðlaunafénu. Bandaríska leyniþjónustan telur vísbendingar um að rússneska leyniþjónustan hafi heitið, og í sumum tilfellum greitt, vígamönnum talibana verðlaunafé fyrir að drepa bandaríska og aðra vestræna hermenn í Afganistan. Þegar New York Times greindi frá því í júní kom fram að upplýsingar um mat leyniþjónustunnar hefði komið fram í daglegum leyniþjónustuskýrslum til Trump forseta. Hann hefur þvertekið fyrir það. Ítrekað hefur Trump gert lítið úr fréttunum af verðlaunafénu og fullyrt að þær væru „gabb“. Í viðtali við fréttamanna Axios sem var birt í vikunni sagðist Trump aldrei hafa rætt verðlaunaféð í samskiptum sínum við Vladímír Pútín Rússlandsforseta eftir að greint var frá tilvist þeirra í sumar. Hélt forsetinn því fram að „margir“, sem hann tilgreindi ekki frekar, segðu að fréttir af verðlaunafénu væru „fals“. Nú segir New York Times að Pompeo utanríkisráðherra hafi tekið verðlaunaféð upp í símtali við Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þegar þeir ræddu um mögulegan fund fastaríkjanna fimm í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 13. júlí. Pompeo hafi ekki talað beint um leynilegt verðlaunafé heldur gert Lavrov ljóst að Bandaríkjastjórn væri algerlega mótfallin greiðslum af því tagi. Fram að þessu hefur Pompeo forðast að svara beint spurningum um vitneskju leyniþjónustunnar um verðlaunaféð. New York Times segir að hann og ráðuneyti hans hafi gætt þess að opinbera ekki möguleg viðbrögð við aðgerðum Rússa, mögulega vegna þess að upplýsingarnar séu leynilegar en einnig hugsanlega til þess að forðast reiði Trump forseta.
Rússland Afganistan Bandaríkin Tengdar fréttir Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18 Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10 Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26 Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11 Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04 Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. 5. ágúst 2020 11:18
Hefur aldrei rætt við Pútín um verðlaunaféð Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur að eigin sögn ekki rætt það að Rússar hafi boðið Talibönum verðlaunafé fyrir að fella Bandaríska hermenn í Afganistan við Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. júlí 2020 12:10
Afganskur verktaki sagður milligöngumaður um verðlaunafé Rússa Bandaríska leyniþjónustan og afganskir embættismenn segja að afganskur verktaki hafi um árabil verið milligöngumaður um verðlaunafé sem rússnesk herleyniþjónustan hét vígamönnum talibana til að fella bandaríska hermenn. 2. júlí 2020 11:26
Varnarmálaráðherrann segist hafa fengið að vita af verðlaunafé settu til höfuðs hermanna Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna segist hafa verið upplýstur um verðlaunafé til höfuðs Bandaríkjamönnum sem rússneskir hermenn hétu talibönum í Afganistan. Virðist ráðherrann því hafa staðfest sannleiksgildi málsins sem Bandaríkjaforseti hefur kallað bull og vitleysu. 10. júlí 2020 08:11
Trump segir fregnir af verðlaunafé Rússa vera rangar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist aldrei hafa heyrt af því að leyniþjónusta herafla Bandaríkjanna hafi boðið vígamönnum Talibana og annarra vígahópa verðlaun fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 28. júní 2020 13:04
Buðu Talibönum verðlaun fyrir að fella bandaríska hermenn Rússneskir útsendarar buðu vígamönnum Talibana og annarra hópa sem tengjast þeim verðlaunafé fyrir að fella bandaríska og breska hermenn í Afganistan. 27. júní 2020 08:47