Boð og bönn skipta ekki máli fari fólk ekki eftir þeim Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 18:01 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að fjölgun smita eins og sú sem nú á sér stað eigi eftir að endurtaka sig í nánustu framtíð. Landsmenn þurfi að læra að búa með veirunni á meðan hún sé í svo miklum vexti í heiminum. Vísir/Vilhelm Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Frekari stjórnvaldsaðgerðir og boð og bönn vegna kórónuveirufaraldursins eru ekki endilega lausn ef fólk fer ekki eftir þeim, að mati sóttvarnalæknis. Til skoðunar er að herða aðgerðir og setja á neyðarstig almannavarna vegna fjölgunar nýrra smita undanfarna daga. Sautján greindust smitaðir af nýju afbrigði kórónuveirunnar innanlands í gær, þar af sex sem voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. Nú er svo komið að 109 eru í einangrun með veiruna. Einn einstaklingur á fertugsaldri er í öndunarvél á sjúkrahúsi. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði ljóst að veiran væri búin að grafa um sig víða í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Til umræðu sé nú að setja á neyðarstig almannavarna. Það breyti þó ekki endilega miklu í hvernig tekist sé á við veiruna en ákveðin starfsemi gæti þurft að lúta takmörkunum og gera ráðstafanir á vinnustöðum. Neyðarstig almannavarna þýddi ekki sjálfskrafa lokun staða eins og líkamsræktarstöðva, hárgreiðslustofa og sundlauga eins og gerðist í vor. Komi upp alvarleg veikindi og faraldurinn stefni í að fara úr böndunum sagði Þórólfur að mögulega þyrfti að loka slíkum stöðum aftur. Engu að síður sagði Þórólfur að frekari stjórnvaldsaðgerðir væru ekki endilega lausnin. „Það sem skiptir öllu máli hér er að almenningur taki við sér eins og hann gerði í vetur, taki þátt, skilji það sem er verið að gera og fari eftir því. Það skiptir engu máli boð og bönn og hvað við segjum. Ef fólk fer ekki eftir því og tekur ekki þátt þá mun ekkert gerast,“ sagði sóttvarnalæknir. Varaði hann við því að gerist faraldurinn útbreiddur verði mun erfiðara og jafnvel vonlaust að eiga við hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31 Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19 Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Fóru öll á veitingastað í miðbænum og smituðust Búið er að rekja uppruna annarrar hópsýkingar af tveimur sem komu upp hér á landi í síðasta mánuði. 7. ágúst 2020 15:31
Smit um helgina sýni hættuna af hópamyndun Sex einstaklingar með kórónuveirusmit, sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu, voru í Vestmannaeyjum um verslunarmannahelgina. 7. ágúst 2020 15:19
Lengri barátta framundan og hertar aðgerðir líklegar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fram á langa baráttu við kórónuveiruna núna í haust. 7. ágúst 2020 14:42