Frestuðu leik um heilan áratug vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:45 Datrone Young verður löngu hættur að spila með Iowa State liðinu þegar leikurinn fer fram. Getty/ Joe Robbins Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Körfubolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti KKÍ stefnir að því að spila jólabolta Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Á leið á Ólympíuleikana ári eftir að hann missti báða foreldra sína í flugslysi „Eitthvað sem ég þarf að venjast“ Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Sjá meira