Án umbóta muni íbúar Líbanon þjást áfram Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 12:14 Emmanuel Macron og Michel Aoun, forsetar Frakklands og Líbanon. EPA/DALATI NOHRA Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda. Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segir að án umbóta muni íbúar Líbanon halda áfram að þjást. Landið gangi nú í gegnum pólitíska og efnahagslega krísu og þörf sé á skjótum viðbrögðum. Hann hét því einnig að standa þétt við bakið á Líbanon. Tala látinna í Beirút er komin í 145 eftir sprenginguna þar á þriðjudaginn. Þúsundir særðust í sprengingunni og allt að 300 þúsund manns eru án heimila. Tuga er enn saknað eftir sprenginguna og er fastlega búist við því að tala látinna muni hækka mikið, samkvæmt frétt Reuters. Macron lenti á flugvellinum í Beirút í morgun og hitti þar fyrir Michel Aoun, forseta Líbanon. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Líbanon var frönsk nýlenda fyrir seinni heimsstyrjöldina og síðan þá hafa tengsl ríkjanna verið mjög náin. Í frétt France24 segir að Frakkland sé vinsælt í Líbanon en meðlimir í ríkisstjórn Macron hafa gagnrýnt ráðandi öfl í Líbanon og hefur það fallið í kramið hjá mótmælendum þar í landi. Jean Yves Le Drian, einn æðsti erindreki Frakklands, heimsótti Líbanon í síðasta mánuði. Þá sagði hann ráðandi öfl þar ekki nógu dugleg í að verða við kröfum mótmælenda og í kjölfarið Nassif Hitti, utanríkisráðherra, af sér í mótmælaskyni við eigin ríkisstjórn. Forsetinn franski mun heimsækja vettvang sprengingarinnar í dag og svo seinna mun hann funda með stjórnmálamönnum og embættismönnum. Þá mun Macron halda blaðamannafund í kvöld. Watch: During French President Emmanuel Macron's visit to Lebanon after the massive explosion, he tells a woman not to worry after she urges Macron not to give money to the Lebanese government. #BeirutExplosion #Lebanon https://t.co/tiKzo9PxE2 pic.twitter.com/fPBIGWi1tP— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) August 6, 2020 Talið er að sprengingin hafi orðið í vöruskemmu þar sem verið var að geyma flugelda og ammóníum nítrat, sem notað er til að framleiða áburð og sprengiefni. Alls voru um 2.750 tonn af þessu efni í vöruskemmunni en hafnarstarfsmenn höfðu reynt að losna við það um árabil en án árangurs. Margir telja sprenginguna vera afleiðingu vanrækslu og spillingar stjórnvalda.
Líbanon Frakkland Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00 Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46 Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Innflutningur á efninu ammóníum nítrat í lágmarki hér á landi Innflutningur á efninu ammóníum nítrat er í lágmarki hér á landi að sögn slökkviliðsstjóra. Vel er fylgst með notkun og geymslu á efninu sem talið er að hafi valdið sprengingunni í Beirút. 5. ágúst 2020 20:00
Hefja neyðarsöfnun vegna sprenginganna í Beirút Rauði krossinn á Íslandi hefur hafið neyðarsöfnun vegna hamfarasprenginganna í Beirút. Á annað hundruð manns fórust í sprengingunum að minnsta kosti og þúsundir slösuðust. 5. ágúst 2020 17:46
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12