Ringulreið á bandarískum flugvöllum vegna ferðabannsins Kjartan Kjartansson skrifar 15. mars 2020 09:01 Ferðalangar hafa þurft að bíða í allt að fjórar klukkustundir eftir því að komast í gegnum tollgæslu á bandarískum flugvöllum eftir að skimanir fyrir kórónuveiru hófust þar. Myndin er tekin úr röð á Fort Worth-flugvellinum í Dallas í Texas í gær. AP/Austin Boschen Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Langar raðir hafa myndast á flugvöllum í Bandaríkjunum vegna skimunar fyrir kórónuveirunni sem hófust þegar verulegar takmarkanir á ferðalög frá Evrópu tóku gildi í fyrrinótt. Kannað er hvort flugfarþegar sýni einkenni og þeir spurðir út í sjúkrasögu sína áður en þeim er hleypt inn í landið. Ferðalög frá Evrópuríkjum sem tilheyra Schengen-svæðinu til Bandaríkjanna voru bönnuð frá og með aðfaranótt laugardags. Aðeins bandarískir ríkisborgarar, þeir sem eru með varanlegt dvalarleyfi og nánustu ættingjar þeirra fá að koma inn í landið frá þessum ríkjum. Bretland og Írland, sem voru upphaflega undanskilin banninu, munu sæta sömu takmörkunum frá og með þriðjudeginum. Skimun fyrir kórónuveirunni sem var tekin upp á þeim þrettán flugvöllum sem flugumferð frá Evrópuríkjunum er beint til í Bandaríkjunum hefur valdið miklum töfum við landamæraeftirlit, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. JB Pritzker, ríkisstjóri Illinois, sagði tafirnar á O'Hare-flugvelli í Chicago óásættanlegar í Twitter-færslu sem hann beindi að Donald Trump forseta og Mike Pence varaforseta í nótt. The crowds & lines O Hare are unacceptable & need to be addressed immediately.@realDonaldTrump @VP since this is the only communication medium you pay attention to you need to do something NOW.These crowds are waiting to get through customs which is under federal jurisdiction— Governor JB Pritzker (@GovPritzker) March 15, 2020 Lýðheilsusérfræðingar hafa varað við því að mannmergð á flugvöllum geti mögulega leitt til enn frekari útbreiðslu veirunnar. Nú þegar hafa fleiri en 2.700 smit verið staðfest í Bandaríkjunum og 54 látið lífið. Yfirvöld hafa sætt harðri gagnrýni fyrir að draga lappirnar í skimunum fyrir veirunni. Trump forseti lýsti yfir neyðarástandi vegna heimsfaraldursins á föstudag. Fækka langferðum um 75% vegna hrapandi eftirspurnar Ferðabann Bandaríkjastjórnar á mörg Evrópuríki hefur valdið miklum röskunum á áætlunum flugfélaga. American Airlines ætlar að hætta nær öllum lengri millilandaflugferðum frá og með morgundeginum vegna minnkandi eftirspurnar og ferðatakmarkana í fjölda ríkja. Dregið verður úr ferðum um 75% miðað við sama tímabil í fyrra alveg þangað til í maí. Einnig áætlar flugfélagið að það muni draga úr framboði á ferðum innanlands í Bandaríkjunum um fimmtung í apríl. Framboðið í maí verður minnkað um 30% frá sama mánuði í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14 Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Ferðabann Trump mun einnig ná til Bretlands og Írlands Ferðabann bandarískra yfirvalda mun einnig ná til Bretlands og Írlands. Þetta kom fram á blaðamannafundi Trump sem stendur enn yfir. 14. mars 2020 17:14
Ferðabann til Bandaríkjanna komið í gildi Íbúum 26 Evrópulanda innan Schengen-svæðisins, þar á meðal Íslands, er nú bannað að ferðast til Bandaríkjanna næstu þrjátíu dagana eftir að ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vegna kórónuveiruheimsfaraldursins tók gildi í nótt. 14. mars 2020 07:38