Miklar vatnavextir eru nú í ám á hálendinu vegna rigninga. Myndband frá Landsbjörg sýnir glöggt ástandið í Kaldaklofskvísl við Hvanngil þar sem bjarga þurfti ökumanni jeppa sem festa sig í ánni í morgun.
Erlendur ferðamaður beið á þaki jeppans úti í miðri ánni í um tvær klukkustundir á meðan hann beið björgunar. Bíllinn var byrjaður að grafast niður því mátti ekki tæpara standa að bjarga manninum. Maðurinn var orðinn nokkuð kaldur og hrakinn.
Landsbjörg birti nú síðdegis myndband af ánni þegar björgunarsveitarfólk vann að því að koma manninum til bjargar.
Margar ár á hálendinu eru nú illfærar og jafnvel ófærar óbreyttum jeppum vegna vatnavaxtanna.