Kom illa út úr viðtali sem líkt hefur verið við „lestarslys“ Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 11:18 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Alex Brandon Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira
Viðtal Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við Jonathan Swan, blaðamann Axios, virðist ætla að draga dilk á eftir sér fyrir forsetann, sem þykir hafa komið einkar illa út úr því. Því hefur verið líkt við „lestarslys“ og er til mikillar umræðu vestanhafs. Trump virtist óundirbúinn og alls ekki meðvitaður um stöðu þess faraldurs sem gengur nú yfir Bandaríkin. Andstæðingar forsetans og þá sérstaklega Joe Biden, mótframbjóðandi Trump, og starfsmenn framboðs hans, munu geta notað ummæli Trump í viðtalinu og hegðun hans gegn honum allt fram að forsetakosningunum í nóvember. „Það er það sem það er,“ sagði Trump til að mynda um þá staðreynd að um þúsund manns væru að deyja í Bandaríkjunum á degi hverjum og að rúmlega 150 þúsund manns hefðu dáið vegna Covid-19. Þá hafði forsetinn reynt að halda því fram að ríkisstjórn hans hefði staðið sig einkar vel gagnvart faraldrinum. Swan var til viðtals á MSNBC í morgun þar sem hann sagði Trump ítrekað hafa reynt að beina jákvæðu ljósi að umræðuefni þeirra, jafnvel þó það sé alls ekki í samræmi við raunveruleikann. Það gæti verið við hæfi þegar verið sé að selja fasteignir en ekki í því ástandi sem Bandaríkin eru núna. Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. Í umfjöllun Washington Post segir að viðtalið hafi sýnt bersýnilega að Trump áttaði sig ekki á faraldrinum. Hann hafi mætt með útprentuð línurit sem hann skyldi ekki. „Hérna. Bandaríkin eru lægri í…margskonar flokkum. Við erum lægri en heimurinn,“ sagði forsetinn á einum tímapunkti. Swan spurði Trump hvað hann ætti við og hann svaraði: „Við erum lægri en Evrópa“ og rétti honum pappíra. Swan skoðaði þá og sagði að Trump væri að taka hlutfallið af dauðsföllum og þeim sem smitast af Covid. Eðlilegra væri að skoða fjölda dauðsfalla í samhengi við íbúafjölda. Í þeim samanburði væri ljóst að Bandaríkin stæðu illa. „Þú mátt ekkert gera það,“ sagði Trump. „Þú verður að fara eftir..Þú verður að skoða.. Sko, hér í Bandaríkjunum…. Þú verður að fara eftir dauðsföllum,“ sagði Trump. Boðar ekki gott fyrir haustið CNN setur viðtalið í samhengi við væntanlegar kappræður Trump og Biden þegar nær dregur kosningunum. Það sjáist í viðtalinu að Trump gangi ekki vel þegar röngum staðhæfingum hans er mótmælt og honum er ekki gert kleift að skipta um umræðuefni. Þá þykir ljóst að sitjandi forsetum hefur sjaldan vegnað vel í kappræðum. Þeir hafi vanist því á fjórum árum í embætti að orðum þeirra sé fylgt eftir og hlustað sé á þá. Árið 2012 fór Mitt Romney illa með Barack Obama í fyrstu kappræðum þeirra. Sömu sögu sé að segja af Bill Clinton og George H.W. Bush árið 1992 og Ronald Reagan og Walter Mondale árið 1984. Fjölmargar grínútgáfur hafa verið gerðar af myndbandinu. Hér má sjá eina slíka. Ok. Who made this? It's genius. pic.twitter.com/EkwG2RlDel— The Lincoln Project (@ProjectLincoln) August 5, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Fleiri fréttir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Sjá meira