Þriðja árið í röð sem KR missir lykilmann til annars íslensks félags Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2020 13:00 Jón Arnór Stefánsson með Íslandsbikarinn sem hann tók við fyrir hönd KR-liðsins vorið 2019. Vísir/Daníel Þór KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira
KR-ingar ættu að vera farnir að þekkja það að missa máttarstólpa í sínu lið til annars félags í Domino´s deildinni í körfubolta. Jón Arnór Stefánsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR, gekk í dag til liðs við Valsmenn og mun spila með Hlíðarendafélaginu í Domino´s deild karla á næstu leiktíð. Það þýðir að þriðja árið í röð missir KR-liðið risaleikmann til annars íslensk félags. Brynjar Þór Björnsson fór til Tindastóls sumarið 2018 og Pavel Ermolinskij fór til Vals í fyrrasumar. Brynjar Þór var aðeins eitt ár í burtu en Pavel er ennþá leikmaður Vals og mun því spila með Jóni Arnóri í vetur. KR hefur orðið Íslandsmeistari sex ár í röð en enginn Íslandsmeistaratitill var í boði í vor vegna kórónuveirufaraldursins. Pavel Ermolinskij hefur átt þátt í öllum þessum sex Íslandsmeistaratitlum KR-liðsins en Jón Arnór var með í þeim þremur síðustu. Brynjar Þór Björnsson var fyrirliði KR og búinn að lyfta Íslandsmeistaratitlinum fimm ár í röð þegar hann samdi við Tindastól fyrir 2018-19 tímabilið. Brynjar byrjaði frábærlega með Stólunum og slá meðal annars 27 ára gamalt met þegar hann skoraði sextán þriggja stiga körfur í leik á móti Breiðabliki. Brynjar Þór og félagar duttu út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni en Brynjar var með 15,4 stig og 3,2 stoðsendingar að meðaltali í leik með Tindastólsliðinu. Pavel Ermolinskij var búinn að vera leikstjórnandi og leiðtogi KR-liðsins í sjö Íslandsmeistaratitlum á níu árum þegar hann ákvað að semja við Val sumarið 2019. KR hafði þa orðið Íslandsmeistari á sjö tímabilum í röð með hann innanborðs því KR missti af titlinum 2012 og 2013 þegar Pavel var í atvinnumennsku út í Svíþjóð. Pavel Ermolinskij var líka í metaham eftir að hann gekk til liðs við Valsmenn. Pavel jafnaði þar með met Jóns Kr. Gíslasonar yfir flestar stoðsendingar hjá Íslending í einum deildarleik þegar hann gaf 17 stoðsendingar í leik á móti Fjölni. Pavel Ermolinskij og félagar hans í Val björguðu sér frá falli en voru ekki á leið í úrslitakeppnina þegar deildin var stöðvuð útaf COVID-19. Pavel Ermolinskij var með 9,3 stig, 9,3 fráköst og 6,0 stoðsendingar að meðaltali í leik á Íslandsmótinu. Jón Arnór Stefánsson tók við fyrirliðabandinu þegar Brynjar Þór Björnsson fór í Tindastóls. Jón Arnór tók þannig við Íslandsmeistarabikarnum vorið 2019.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Sjá meira