300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 10:13 Sprengingin var gríðarlega kraftmikil og fundust skjálftar hennar vegna á Kýpur, sem er í um 200 kílómetra fjarlægð. AP/Hussein Malla Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020 Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. Marwan Abboud, ríkisstjóri héraðsins sem Beirút er í, segir að skemmdir hafi orðið á um helmingi bygginga í borginni allri. Minnst hundrað manns eru dánir og þúsundir slösuðust í sprengingunni. Nánast öruggt er að tala látinna muni hækka þar sem björgunarstörf standa enn yfir og talið er að fólk hafi grafist í húsarústum. Margra er saknað. Útlit er fyrir að sprengingin hafi orðið þegar eldur kviknaði í flugeldum sem voru í vöruskemmu við höfn Beirút. Eldurinn mun svo hafa borist í ammóníum nítrat, sem geymt hafði verið við höfnina um árabil. Sjá einnig: Þúsundir tonna sprengifims efnis geymd í sex ár Sérfræðingar sem AP fréttaveitan ræddi við og fóru yfir myndbönd af sprengingunni segja þau styðja við að um ammóníum nítrat hafi verið að ræða. Fjölmörg myndbönd af sprengingunni má sjá í fréttinni frá því í gær. Íbúar Líbanon hafa gengið í gegnum erfiða tíma að undanförnu þar sem ástand efnahags ríkisins er mjög slæmt, sem hefur leitt til umfangsmikilla mótmæla í borgum landsins og áköllum eftir endurbótum. Þá hafa sjúkrahús í Líbanon einnig þurft að glíma við töluverða útbreiðslu Covid-19. Skaðinn á höfn Beirút er gífurlega mikill og hafa þegar vaknað áhyggjur um það hvort aðrar hafnir landsins geti séð um út- og innflutning nauðsynja. Samkvæmt AP fréttaveitunni eru um 80 prósent af korni sem íbúar Líbanon neyta innflutt. Þar að auki voru um 85 prósent þeirra kornbirgða sem til voru í landinu geymdar á hafnarsvæðinu og eru nú taldar ónýtar. Hasssan Diab, forsætisráðherra, kallaði í eftir hjálp annarra ríkja í sjónvarpsávarpi í gær. Hér að neðan má sjá tíst frá Carl Bildt, fyrrverandi forsætisráðherra Svíþjóðar. Stærðarinnar gígur myndaðist þar sem sprengingin varð en stór hluti kornbirgða Líbanon var geymdur í byggingunni sem stendur við gíginn. What yesterday was a port is today a crater. pic.twitter.com/17UkiD2dtj— Carl Bildt (@carlbildt) August 5, 2020
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49 Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Sjá meira
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12
Héraðsstjóri sagði sprenginguna minna á Hírósíma og Nagasakí Sveitarstjóri Beirút segir atburði dagsins vera þjóðarharmleik og sagði sprenginguna svipa til þeirra í Hirósíma og Nagasakí árið 1945. 4. ágúst 2020 18:49
Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Við vörum viðkvæma við myndum með þessari frétt. 4. ágúst 2020 18:30