Góðar göngur í Affallið Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2020 07:32 Einbeittur veiðimaður á veiðistað númer 19 í Affallinu í Landeyjum. Mynd / Trausti Hafliðason Affallið hefur í gegnum árin alltaf verið að draga til sín fleiri veiðimenn enda er eftir mörgu að sækjast þar. Byrjum á því augljósa sem er að veiðin í ánni er yfirleitt góð þó svo að tvö ár síðustu 10 ár hafi verið léleg. Lélegustu árin 2017 (193 laxar) og 2019 (323 laxar) gefa engan veginn rétta mynd af veiðinni. Ánni er haldið uppi með seiðasleppingum og hefur undanfarin ár verið í umsjón Einars Lúðvíkssonar, sem er nýfarinn frá veiðifélaginu, en hann á að sama skapi heiðurinn af þeim magnaða árangri sem er að nást í Eystri Rangá. Bestu árin í Affallinu voru 2010 (1.021 lax) og 2018 (872 laxar) en meðalveiðin í ánni er 672 laxar á aðeins fjórar stangir. Aðgengi að ánni er ágætt, á suma staði þarf smá labb en ekið er beint á flesta aðalstaðina. Hún er til þess að gera frekar auðveidd og laxinn er tökuglaður. Þarna má veiða á flugu og maðk og kvóti er hæfilegur. Ágætt hús fylgir leyfunum, þetta er stutt frá bænum eða rétt rúmur klukkutími í akstri og leyfin eru á viðráðanlegu verði. Framundan er besti tíminn í ánni og það er ekki ólíklegt að hún fari jafnvel yfir gamla metið frá 2010 en sem stendur er hún að ná um 600 löxum. Á miðvikudaginn í síðustu viku voru komnir 516 laxar á land og veiðin síðan þá hefur verið góð svo það verður spennandi að sjá hver talan er þegar veiðitölur verða uppfærðar í kvöld. Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira
Affallið hefur í gegnum árin alltaf verið að draga til sín fleiri veiðimenn enda er eftir mörgu að sækjast þar. Byrjum á því augljósa sem er að veiðin í ánni er yfirleitt góð þó svo að tvö ár síðustu 10 ár hafi verið léleg. Lélegustu árin 2017 (193 laxar) og 2019 (323 laxar) gefa engan veginn rétta mynd af veiðinni. Ánni er haldið uppi með seiðasleppingum og hefur undanfarin ár verið í umsjón Einars Lúðvíkssonar, sem er nýfarinn frá veiðifélaginu, en hann á að sama skapi heiðurinn af þeim magnaða árangri sem er að nást í Eystri Rangá. Bestu árin í Affallinu voru 2010 (1.021 lax) og 2018 (872 laxar) en meðalveiðin í ánni er 672 laxar á aðeins fjórar stangir. Aðgengi að ánni er ágætt, á suma staði þarf smá labb en ekið er beint á flesta aðalstaðina. Hún er til þess að gera frekar auðveidd og laxinn er tökuglaður. Þarna má veiða á flugu og maðk og kvóti er hæfilegur. Ágætt hús fylgir leyfunum, þetta er stutt frá bænum eða rétt rúmur klukkutími í akstri og leyfin eru á viðráðanlegu verði. Framundan er besti tíminn í ánni og það er ekki ólíklegt að hún fari jafnvel yfir gamla metið frá 2010 en sem stendur er hún að ná um 600 löxum. Á miðvikudaginn í síðustu viku voru komnir 516 laxar á land og veiðin síðan þá hefur verið góð svo það verður spennandi að sjá hver talan er þegar veiðitölur verða uppfærðar í kvöld.
Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Sjá meira