Góðar göngur í Affallið Karl Lúðvíksson skrifar 5. ágúst 2020 07:32 Einbeittur veiðimaður á veiðistað númer 19 í Affallinu í Landeyjum. Mynd / Trausti Hafliðason Affallið hefur í gegnum árin alltaf verið að draga til sín fleiri veiðimenn enda er eftir mörgu að sækjast þar. Byrjum á því augljósa sem er að veiðin í ánni er yfirleitt góð þó svo að tvö ár síðustu 10 ár hafi verið léleg. Lélegustu árin 2017 (193 laxar) og 2019 (323 laxar) gefa engan veginn rétta mynd af veiðinni. Ánni er haldið uppi með seiðasleppingum og hefur undanfarin ár verið í umsjón Einars Lúðvíkssonar, sem er nýfarinn frá veiðifélaginu, en hann á að sama skapi heiðurinn af þeim magnaða árangri sem er að nást í Eystri Rangá. Bestu árin í Affallinu voru 2010 (1.021 lax) og 2018 (872 laxar) en meðalveiðin í ánni er 672 laxar á aðeins fjórar stangir. Aðgengi að ánni er ágætt, á suma staði þarf smá labb en ekið er beint á flesta aðalstaðina. Hún er til þess að gera frekar auðveidd og laxinn er tökuglaður. Þarna má veiða á flugu og maðk og kvóti er hæfilegur. Ágætt hús fylgir leyfunum, þetta er stutt frá bænum eða rétt rúmur klukkutími í akstri og leyfin eru á viðráðanlegu verði. Framundan er besti tíminn í ánni og það er ekki ólíklegt að hún fari jafnvel yfir gamla metið frá 2010 en sem stendur er hún að ná um 600 löxum. Á miðvikudaginn í síðustu viku voru komnir 516 laxar á land og veiðin síðan þá hefur verið góð svo það verður spennandi að sjá hver talan er þegar veiðitölur verða uppfærðar í kvöld. Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira
Affallið hefur í gegnum árin alltaf verið að draga til sín fleiri veiðimenn enda er eftir mörgu að sækjast þar. Byrjum á því augljósa sem er að veiðin í ánni er yfirleitt góð þó svo að tvö ár síðustu 10 ár hafi verið léleg. Lélegustu árin 2017 (193 laxar) og 2019 (323 laxar) gefa engan veginn rétta mynd af veiðinni. Ánni er haldið uppi með seiðasleppingum og hefur undanfarin ár verið í umsjón Einars Lúðvíkssonar, sem er nýfarinn frá veiðifélaginu, en hann á að sama skapi heiðurinn af þeim magnaða árangri sem er að nást í Eystri Rangá. Bestu árin í Affallinu voru 2010 (1.021 lax) og 2018 (872 laxar) en meðalveiðin í ánni er 672 laxar á aðeins fjórar stangir. Aðgengi að ánni er ágætt, á suma staði þarf smá labb en ekið er beint á flesta aðalstaðina. Hún er til þess að gera frekar auðveidd og laxinn er tökuglaður. Þarna má veiða á flugu og maðk og kvóti er hæfilegur. Ágætt hús fylgir leyfunum, þetta er stutt frá bænum eða rétt rúmur klukkutími í akstri og leyfin eru á viðráðanlegu verði. Framundan er besti tíminn í ánni og það er ekki ólíklegt að hún fari jafnvel yfir gamla metið frá 2010 en sem stendur er hún að ná um 600 löxum. Á miðvikudaginn í síðustu viku voru komnir 516 laxar á land og veiðin síðan þá hefur verið góð svo það verður spennandi að sjá hver talan er þegar veiðitölur verða uppfærðar í kvöld.
Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Fótbolti Fleiri fréttir Þýskaland - Ísland | Stelpurnar hefja leik á HM Leikdagur hjá Lokasókninni í Nashville Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Refur á vappi um Brúna minnti á Atla „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Dagskráin í dag: Arsenal gegn Bayern og Liverpool mætir PSV „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Sjá meira