Á þriðja þúsund slösuð og spítalar yfirfullir í Beirút Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. ágúst 2020 18:30 Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð. Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Tölur um mannfall eru á reiki eftir gífurlega öfluga sprengingu sem skók Beirút höfuðborg Líbanon nú síðdegis og olli gríðarmiklu tjóni. Abbas Ibrahim, hershöfðingi og yfirmaður almannavarna í Líbanon, sagði skýringuna líklega þá að eldur hefði borist í vöruskemmu með sprengifimu efni sem var gert upptækt. Hann hafnaði vangaveltum um ísraelska eldflaugaárás og að eldur hefði borist í flugelda. Líbanski miðillinn LBCI hafði eftir heimildarmönnum að um hafi verið að ræða natríumnítrat, einnig kallað Chile saltpétur, sem var gert upptækt fyrir meira en ári. Mörg hundruð særðust og eru spítalar sagðir yfirfullir. AP greinir frá að yfir 50 séu látnir og að yfir 2.500 hafi særst. Sjónarvottar sögðu við líbanska miðla að tugir látinna væru á vettvangi. Þá hafa líbanskir miðlar sagt að fólk gæti verið fast undir rústum byggingarinnar. Borgarbúar í allt að tíu kílómetra fjarlægð frá sprengingunni greindu frá brotnum rúðum og öðru tjóni á samfélagsmiðlum. Sömuleiðis var greint frá annarri mögulegri sprengingu við hús Hariri-fjölskyldunnar en þær fréttir hafa ekki verið staðfestar. Saad Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra, er sagður óhultur en kona hans og dóttir lítillega slasaðar. Búist er við dómi í máli Rafiks Hariris, fyrrverandi forsætisráðherra sem var myrtur árið 2005, í lok vikunnar en sakborningar eru fjórir liðsmenn Hezbollah-samtakanna. Fréttin hefur verið uppfærð.
Líbanon Sprenging í Beirút Tengdar fréttir Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14 Mest lesið Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Fjallað um Skjöld Íslands í forsíðugrein stórblaðs Innlent Ólafur eftirlýstur í Búlgaríu Innlent Drengurinn fannst heill á húfi Innlent „Erfið stund en mikilvæg“ Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Maður talinn af eftir jarðfall Erlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Sjá meira
Að minnsta kosti tíu látnir í Beirút Að minnsta kosti tíu eru látnir eftir gríðarstóra sprengingu á hafnarsvæði líbönsku höfuðborgarinnar Beirút á fjórða tímanum í dag. 4. ágúst 2020 17:14