Músíktilraunum 2020 aflýst Andri Eysteinsson skrifar 4. ágúst 2020 17:42 Frá tónlistarhátíðinni árið 2019. Instagram/Músíktilraunir Tónlistarkeppninni Músíktilraunum hefur verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu um ákvörðunina í dag. „Eftir mikla umhugsun hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að Músíktilraunir 2020 falla niður vegna COVID-19,“ segir í tilkynningu skipuleggjenda. „Við vonumst til þess að Músíktilraunirnar 2021 verði á sínum stað á vordögum og komi bara enn sterkari til leiks inn í tónlistarsenu landsins á sama tíma og þær fagna 40 ára tilveru sinni.“ Músíktilraunir áttu að fara fram fyrr á árinu en var frestað vegna faraldursins. Þá var stefnt að því að halda keppnina í byrjun sumars. Einu sinni áður hefur hátíðin fallið niður en það var vegna verkfalls kennara árið 1984. Hljómsveitin Blóðmör sigruðu Músíktilraunir í fyrra en á meðal annarra sigurvegara má nefna Of Monsters and Men (2010), XXX Rottweiler hundar (2000) Vök (2013), Greifarnir (1986) og Dúkkulísurnar (1983). Músíktilraunir Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira
Tónlistarkeppninni Músíktilraunum hefur verið aflýst vegna faraldurs kórónuveirunnar. Skipuleggjendur keppninnar tilkynntu um ákvörðunina í dag. „Eftir mikla umhugsun hefur sú erfiða ákvörðun verið tekin að Músíktilraunir 2020 falla niður vegna COVID-19,“ segir í tilkynningu skipuleggjenda. „Við vonumst til þess að Músíktilraunirnar 2021 verði á sínum stað á vordögum og komi bara enn sterkari til leiks inn í tónlistarsenu landsins á sama tíma og þær fagna 40 ára tilveru sinni.“ Músíktilraunir áttu að fara fram fyrr á árinu en var frestað vegna faraldursins. Þá var stefnt að því að halda keppnina í byrjun sumars. Einu sinni áður hefur hátíðin fallið niður en það var vegna verkfalls kennara árið 1984. Hljómsveitin Blóðmör sigruðu Músíktilraunir í fyrra en á meðal annarra sigurvegara má nefna Of Monsters and Men (2010), XXX Rottweiler hundar (2000) Vök (2013), Greifarnir (1986) og Dúkkulísurnar (1983).
Músíktilraunir Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Bein útsending: Tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Sjá meira