Réðst á lögreglukonu vegna spurningar um grímuleysi Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 4. ágúst 2020 13:21 Gripið hefur verið til strangra aðgerða í Viktoríuríki. EPA/DAVID CROSLING Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Lögregluþjónar í Melbourne í Ástralíu, þar sem kórónuveiran hefur verið skæð undanfarið, segist hafa verulegar áhyggjur af því hversu margir borgarbúa fari á skjön við tilmæli yfirvalda um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Einhverjir hafa jafnvel beitt lögregluþjóna ofbeldi og hefur atvikum sem þessum farið fjölgandi. Í einu tilviki sló kona höfði lögreglukonu ítrekaði í götuna. Þá höfðu tvær lögreglukonur gengið að 38 ára gamalli konu og spurt hana af hverju hún væri ekki með grímu eins og hún átti að vera með. Konan brást reið við. Hún sló aðra lögreglukonuna og reif hina niður í jörðina þar sem hún sló höfði hennar ítrekað í götuna. Lögreglukonan hlaut „talsverð“ meiðsli, samkvæmt frétt ABC í Ástralíu. Melbourne er höfuðborg Viktoríuríkis sem er fjölmennasta ríki Ástralíu. Rúmur helmingur allra smitaðra býr í Viktoríuríki en alls hafa tæplega nítjánþúsund manns smitast í landinu. 226 hafa dáið af völdum sjúkdómsins. Hér má sjá tíst um málið frá Samtökum lögregluþjóna í Viktoríuríkis. This 26-year-old Constable returned to the station concussed and missing a clump of hair.Because she asked someone to wear a mask.She and many others are sacrificing their safety for our safety.#protectourprotectors #springst #tpav #covid19 #covid19aus #COVID19Vic cases pic.twitter.com/Bdjve1YJWR— TPAV (@PoliceAssocVIC) August 4, 2020 Grímuskylda er í Melbourne og er fólki ráðlagt að vera eins mikið innandyra og mögulegt er. Lögreglan segir marga brjóta þessar reglur ítrekað og svo virðist sem ákveðin hreyfing sem kallar sig „fullvalda borgara“ sé að myndast, sem telja sig ekki þurfa að fara eftir reglunum. Þeir segjast ekki þurfa að fara eftir reglunum og hafa neitað að fylgja skipunum lögreglu. Shane Patton, yfirmaður lögreglunnar, sagði í morgun að það hefði nokkrum sinnum gerst að „fullvalda borgarar“ hafi læst sig inn í bílum sínum og neitað að gefa upp upplýsingar um sig. Lögregluþjónar hafi þurft að brjóta rúður í bílum til að ná þeim út. Ráðamenn í Viktoríu hafa lagt á háar sektir við því að brjóta gegn sóttvarnarreglum en við ítrekuð og alvarleg brot geta sektirnar margfaldast. „Fólk verður að átta sig á því að aðgerðir þeirra hafa afleiðingar og ef þú ert að brjóta af þér, munum við ekki hika við að handtaka þig,“ sagði Patton.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira