Sérfræðingar undir stjórn WHO leita uppruna Covid-19 Heimir Már Pétursson skrifar 3. ágúst 2020 19:28 Forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir mikla áherslu lagða á að finna uppruna Covid19 veirunnar. Mynd/ Sven Hoppe/picture alliance via Getty Images Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur allt kapp á að finna uppruna kórónuveirunnar og hvernig hún smitaðist fyrst í menn. Forathugun í Wuhan í Kína er lokið og grunnur verið lagður að víðtækari rannsóknum alþjóðlegra sérfræðinga undir leiðsögn stofnnunarinnar. Núþegar smituðum fer fjölgandi á ný íSuður Ameríku, víðs vegar um Vesturlönd eins og í norðurhluta Spánar, Rúmeníu, Búlgaríu, Þýskalandi og Belgíu, er ekki bara allt kapp lagt áað finna bóluefni, heldur einnig áað finna uppruna veirunnar. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir teymi sérfræðinga stofnunarinnar sem fór til Kína hafa skilaðsínum niðurstöðum sem leggi grunninn að frekari rannsóknum til aðfinna uppruna Covid19 veirunnar. Sérfræðingar WHO og kínverskir sérfræðingar hafi komið sér saman um hvernig staðiðverði að víðtækari rannsóknum. „Í alþjóðateyminu sitja vísinda- og rannsóknarmenn í fremstu röð frá Kína og hvaðanæva að úr heiminum. Faraldsfræðilegar rannsóknir hefjast í Wuhan til að finna hugsanleg upptök smits á fyrstu stigum," segir Ghebreyesus. Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar WHO segir nauðsynlegt að finna hvar og hvernig það gerðist að kórónuveiran fór úr dýrum í menn.Mynd/Tobias Hase/picture alliance via Getty Images Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar stofnunarinnar segir kínverska sérfræðinga hafa veitt aðgang að frumrannsóknum þeirra til að mynda í kringum fiskmarkað í Wuhan. „Það eru gloppur í faraldsfræðilega þættinum og við þurfum að gera afar víðtæka og afturvirka faraldsfræðilega rannsókn á fyrstu tilfellunum og veiruklösunum í Wuhan og að skilja til fullnustu tengslin milli þessara fyrstu tilfella til að ákvarða á hvaða tímapunkti, í Wuhan og annars staðar, tegundatálminn milli manna og dýra var rofinn," segir Dr. Ryan. Fara verði í gegnum gögn um fyrstu hópana sem smituðustu og rekja sig skipulega fráþeim að fyrstu merkjum þess þegar veiran flutti sig fyrst frádýrum í menn. „Þegar vitað er hvar tálminn var rofinn er hægt að hefja rannsókn með kerfisbundnum hætti hjá dýrumog þá verður auðveldara að vinna út frá því," segir Dr. Michael Ryan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin leggur allt kapp á að finna uppruna kórónuveirunnar og hvernig hún smitaðist fyrst í menn. Forathugun í Wuhan í Kína er lokið og grunnur verið lagður að víðtækari rannsóknum alþjóðlegra sérfræðinga undir leiðsögn stofnnunarinnar. Núþegar smituðum fer fjölgandi á ný íSuður Ameríku, víðs vegar um Vesturlönd eins og í norðurhluta Spánar, Rúmeníu, Búlgaríu, Þýskalandi og Belgíu, er ekki bara allt kapp lagt áað finna bóluefni, heldur einnig áað finna uppruna veirunnar. Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar segir teymi sérfræðinga stofnunarinnar sem fór til Kína hafa skilaðsínum niðurstöðum sem leggi grunninn að frekari rannsóknum til aðfinna uppruna Covid19 veirunnar. Sérfræðingar WHO og kínverskir sérfræðingar hafi komið sér saman um hvernig staðiðverði að víðtækari rannsóknum. „Í alþjóðateyminu sitja vísinda- og rannsóknarmenn í fremstu röð frá Kína og hvaðanæva að úr heiminum. Faraldsfræðilegar rannsóknir hefjast í Wuhan til að finna hugsanleg upptök smits á fyrstu stigum," segir Ghebreyesus. Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar WHO segir nauðsynlegt að finna hvar og hvernig það gerðist að kórónuveiran fór úr dýrum í menn.Mynd/Tobias Hase/picture alliance via Getty Images Dr. Michael Ryan framkvæmdastjóri neyðaráætlunar stofnunarinnar segir kínverska sérfræðinga hafa veitt aðgang að frumrannsóknum þeirra til að mynda í kringum fiskmarkað í Wuhan. „Það eru gloppur í faraldsfræðilega þættinum og við þurfum að gera afar víðtæka og afturvirka faraldsfræðilega rannsókn á fyrstu tilfellunum og veiruklösunum í Wuhan og að skilja til fullnustu tengslin milli þessara fyrstu tilfella til að ákvarða á hvaða tímapunkti, í Wuhan og annars staðar, tegundatálminn milli manna og dýra var rofinn," segir Dr. Ryan. Fara verði í gegnum gögn um fyrstu hópana sem smituðustu og rekja sig skipulega fráþeim að fyrstu merkjum þess þegar veiran flutti sig fyrst frádýrum í menn. „Þegar vitað er hvar tálminn var rofinn er hægt að hefja rannsókn með kerfisbundnum hætti hjá dýrumog þá verður auðveldara að vinna út frá því," segir Dr. Michael Ryan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Þingmenn meirihlutans velta fyrir sér vantrausti Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira