Hafa beðið belgísk lögregluyfirvöld um aðstoð Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. ágúst 2020 18:10 Konráðs Hrafnkelssonar hefur verið saknað síðan á fimmtudagsmorgun. Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Veður Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira
Leit að Konráði Hrafnkelssyni, Íslendings sem saknað er í Brussel, hefur ekki borið árangur. Þetta hefur Ríkisútvarpið eftir unnustu Konráðs. Lögreglan á Norðurlandi eystra lýsti eftir Konráði í gær og hefur nú sent belgískum lögregluyfirvöldum formlega beiðni um aðstoð við leit að honum. Ekkert hefur spurst til Konráðs, sem búsettur er í Brussel, frá því um klukkan níu á fimmtudagsmorgun. Um tuttugu vinir og aðstandendur leituðu hans í borginni í gær, að því er RÚV hefur eftir unnustu Konráðs. Hún segir að fjölskyldan sé einskis vísari um ferðir hans en hafi óskað eftir formlegri leit við lögregluyfirvöld hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur formleg beiðni um leit að Konráði verið send belgískum lögregluyfirvöldum. Borgaraþjónusta utanríkisráðuneytisins aðstoði jafnframt aðstandendur við samskipti við yfirvöld í Belgíu, líkt og fram kom í frétt Vísis um málið í gær. Ekki fengust upplýsingar um það hvort lögreglu hér á landi hefðu borist margar ábendingar vegna málsins eftir að hún lýsti eftir Konráði. Belgíski fjölmiðillinn HLN fjallaði um hvarf Konráðs á vef sínum í gær. Þar er rætt við Peter Paul Van Der Werff, frænda Konráðs, sem segir fjölskylduna afar áhyggjufulla. Þá er haft eftir honum að lögregla hyggist skoða upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu þar sem síðast sást til Konráðs. Konráð er 178 á hæð, ljóshærður með blá augu. Hann fór á hjóli milli staða og var klæddur í gallabuxur, gráan bol og hvíta Nike-skó. Hann hafði bakpoka og derhúfu með sér og svört Marshall-heyrnatól. Allir sem hafa upplýsingar eru beðnir um að hafa samband í gegnum netfangið info.konni92@gmail.com. Uppfært klukkan 19:26: Eftirfarandi tilkynning barst frá fjölskyldu Konráðs á áttunda tímanum í kvöld: Ekkert hefur spurst til Konráðs og er leitin komin í ákveðið ferli hjá lögreglunni hér heima og í Belgíu. Einnig erum við í góðum samskiptum við borgaraþjónustuna hjá utanríkisráðuneytinu hér heima og sendiráðið í Brussel. Við höldum áfram að dreifa upplýsingum og höfum sett af stað auglýsingu á Instagram. Því miður hafa ekki borist neinar vísbendingar um ferðir hans. Upplýsingar hafa einnig komið fram í fjölmiðlum úti. Eins og fram hefur komið þiggjum við allar upplýsingar og óskast þær sendar á info.konni92@gmail.com
Belgía Lögreglumál Íslendingar erlendis Mest lesið Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Dómari birtir nafn sæðisgjafa til að vara við honum og öðrum Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Segir Arabaríkin sameinuð í andstöðu sinni við hugmyndir Trump Erlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Allhvass vindur sunnantil og dálítil væta Veður Fleiri fréttir Kveðst hafa komið að hjónunum látnum Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Sjá meira