Lýsa yfir neyðarástandi vegna faraldursins í Viktoríuríki Kjartan Kjartansson skrifar 2. ágúst 2020 07:42 Í Melbourne og Viktoríu glíma yfirvöld nú meðal annars við hópsýkningar á öldrunarheimilum. Aldrei hafa fleiri ný smit greinst daglega þar en í síðustu viku. Vísir/EPA Yfirvöld í Viktoríu, næstfjölmennasta ríki Ástralíu, hafa lýst yfir neyðarástandi og komi á útgöngubanni í höfuðborginni Melbourne til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn sem fer versnandi aftur eins og víðar í heiminum. Ný met yfir fjölda daglegra nýsmita voru slegin í borginni í síðustu viku. Útgöngubannið gildir frá klukkan 20:00 að kvöldi til 5:00 um morgun og hefst í kvöld. Þá mega fimm milljónir íbúa Melbourne aðeins yfirgefa heimili sín til að fara í vinnu eða njóta umönnunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Takmarkanir höfðu þegar verið hertar og fólki sagt að halda sig heima eftir að kórónuveirusmitum byrjaði að fjölga aftur. Skólar mega aðeins bjóða upp á fjarkennslu frá og með miðvikudeginum. Stórmarkaðir verða áfram opnir og veitingastaðir mega áfram bjóða upp á heimsendingu og að viðskiptavinir taki pantanir með sér. Tilkynnt var um 671 nýtt smit í Viktoríu í dag og sjö dauðsföll. Samfélagssmitum hefur fjölgað og þá hefur ekki tekist að rekja uppruna margra smita. Nýju takmarkanirnar verða í gildi í sex vikur. Scott Morrison, forsætisráðherra, styður aðgerðirnar í Viktoríu og segir þær nauðsynlegar til að koma böndum á faraldurinn. „Við erum öll í þessu saman og við komumst í gegnum þetta,“ segir hann. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira
Yfirvöld í Viktoríu, næstfjölmennasta ríki Ástralíu, hafa lýst yfir neyðarástandi og komi á útgöngubanni í höfuðborginni Melbourne til þess að kveða niður kórónuveirufaraldurinn sem fer versnandi aftur eins og víðar í heiminum. Ný met yfir fjölda daglegra nýsmita voru slegin í borginni í síðustu viku. Útgöngubannið gildir frá klukkan 20:00 að kvöldi til 5:00 um morgun og hefst í kvöld. Þá mega fimm milljónir íbúa Melbourne aðeins yfirgefa heimili sín til að fara í vinnu eða njóta umönnunar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Takmarkanir höfðu þegar verið hertar og fólki sagt að halda sig heima eftir að kórónuveirusmitum byrjaði að fjölga aftur. Skólar mega aðeins bjóða upp á fjarkennslu frá og með miðvikudeginum. Stórmarkaðir verða áfram opnir og veitingastaðir mega áfram bjóða upp á heimsendingu og að viðskiptavinir taki pantanir með sér. Tilkynnt var um 671 nýtt smit í Viktoríu í dag og sjö dauðsföll. Samfélagssmitum hefur fjölgað og þá hefur ekki tekist að rekja uppruna margra smita. Nýju takmarkanirnar verða í gildi í sex vikur. Scott Morrison, forsætisráðherra, styður aðgerðirnar í Viktoríu og segir þær nauðsynlegar til að koma böndum á faraldurinn. „Við erum öll í þessu saman og við komumst í gegnum þetta,“ segir hann.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Fleiri fréttir Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sjá meira