Arnar Gunnlaugs: Dóum ekki eins og einhverjir aumingjar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. júlí 2020 23:00 Arnar Gunnlaugsson fannst sitt lið ekki eiga skilið að detta út úr bikarnum í kvöld. Vísir/Bára „Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu. Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
„Þetta var bara - ég veit það ekki - þetta var bara hræðileg tilfinning. Fyrst vill ég óska Stjörnunni til hamingju. Mér fannst þetta æðislegur leikur. Engir áhorfendur og allt það en þetta var frábær fótboltaleikur að því leyti að bæði lið voru „all in.“ „Við gáfum þeim bara fyrsta markið. King Sölvi [Geir Ottesen] maður, ég hef aldrei séð þetta áður en ef einhver leikmaður fær fyrirgefningu hjá okkur er það hann. Fyrri hálfleikur jafn, bæði lið sterk, áttu spilkafla og færi. Seinni hálfleikur var bara eign okkar frá A til Ö og þetta var hrikalega súrt. Fyrst við eigum að falla út þá vill ég falla út eftir svona frammistöðu. Ég fer heim og vek tveggja ára dóttir mína og knúsa hana því pabbi á knús skilið,“ sagði Arnar um leik kvöldsins. Sölvi Geir Ottesen rann illa í fyrra marki Víkings. Skömmu áður hafði Halldór Smári Sigurðsson einnig runnið – allt á fyrstu mínútu leiksins. Arnar átti engar útskýringar á því. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra þetta. Við bleytum völlinn fyrir allar æfingar og leiki. Þetta er bara eitthvað sem gerist. Þetta er það sem gerir fótboltann skemmtilegan, þetta óvænta. Leikmenn sem þú átt ekki von á að geri mistök gera mistök.“ Víkingar hófu leikinn í 5-3-2 eða 3-5-2 leikkerfi eftir að hafa leikið 4-4-2 með tígulmiðju í 1-1 jafntefli liðanna á dögunum. Þeir fóru yfir í sitt uppáhalds leikkerfi í hálfleik. „Við breyttum um taktík í hálfleik og herjuðum á þá en það dugði ekki til að þessu sinni. Stjarnan er með flott lið og stóð sig hrikalega vel en þegar tvö jöfn lið mætast skipta smátriðin máli.“ Nikolaj Andreas Hansen fékk annað gult spjald undir lok leiks fyrir litlar sakir. Arnar taldi þurfa ritskoðun á viðtalinu ef hann ætti að segja það sem hann væri að hugsa. „Kemur bíb hljóðið núna þegar ég byrja tala?“ spurði Arnar og hló. „Niko er tveir og tuttugu, prófa þú að hoppa upp og lenda á móti aðeins lægri manni. Þetta er bara ekkert rautt spjald. Leikurinn var búinn að vera harður frá upphafi og þetta var í ósamræmi við góðan leik. Þetta var dæmigerður enskur leikur þar sem dómarinn leyfði eitthvað. Hann leyfði og leyfði, svo kom gula spjaldið á okkur. Hann leyfði og leyfði, svo kom rautt. Það vantaði þetta samræmi því Þorvaldur (Árnason, dómari) stóð sig allt í lagi og fýla hvernig hann var að leyfa leiknum að ganga en þú verður að taka þá línu alla leið í 90 mínútur.“ Að lokum var Arnar spurður hvernig Víkingar myndu tækla þetta tap. „Það er þetta vanalega bara, þú sleikir sárin í 2-3 daga og núna örugglega alla helgina. Verslunarmannahelgin er ónýt bara, það var nógu mikið þunglyndi eftir fréttir dagsins með þetta Covid-rugl. Þú sleikir sárin, svo hættiru að vorkenna þér og mætir til leiks. Þetta eru atvinnumenn, þetta er ekkert flóknara en það." „Það er nóg eftir að keppa, við féllum út með sæmd. Við dóum ekki eins og einhverjir aumingjar, við gáfum allt í þetta og það verður að taka eitthvað jákvætt frá þessu. Við reynum að spila leikinn á réttan hátt, við reynum að gera þetta almennilega svo ég er svekktur fyrir hönd strákanan því þeir reyna að spila fótbolta á réttan hátt og mér finnst liðið eiga meira skilið fyrir fótboltann sem við spilum,“ sagði Arnar að endingu.
Fótbolti Íslenski boltinn Víkingur Reykjavík Mjólkurbikarinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15 Mest lesið Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Fótbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ Körfubolti Fleiri fréttir Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld Sjá meira
Umfjöllun: Víkingur - Stjarnan 1-2 | Bikarmeistararnir úr leik Bikarmeistarar Víkings eru úr leik í Mjólkurbikarnum eftir 2-1 tap á heimavelli gegn Stjörnunni í kvöld. 30. júlí 2020 22:15