Saka rússneska málaliða um að skipuleggja hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 10:28 Lúkasjenkó forseti (við enda borðsins) fundar með þjóðaröryggisráði sínu. AP/Nikolai Petrov/BeITA Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis. Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Meintir rússneskir málaliðar sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi í gær er grunaðir um að hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í aðdraganda forsetakosninga í ágúst, að sögn stjórnvalda í Minsk. Þau hafa kallað rússneska sendiherrann á teppið til að skýra veru Rússanna í landinu. Ríkisfjölmiðlar í Hvíta-Rússlandi halda því fram að 33 meintir málaliðar sem voru handteknir vinni fyrir Wagner, þekktasta málaliðafyrirtæki Rússlands. Stjórnvöld segjast hafa fengið upplýsingar um að fleiri en tvö hundruð málaliðar hafi komið inn í landið til að skapa usla fyrir kosningarnar 9. ágúst. Andrei Rakov, aðalritari þjóðaröryggiráðs Hvíta-Rússlands, segir öryggissveitir leita þeirra. Spenna ríkir fyrir forsetakosningarnar en Alexander Lúkasjenkó forseti mætir nú mesta mótlæti sem hann hefur kynnst á langri valdatíð sinni. Gagnrýnendur hans telja hann hafa brugðist við kórónuveirufaraldrinum og efnahagsmálum af ábyrgðarleysi. Þá hefur ríkisstjórn Lúkasjenkó lengi verið sökuð um mannréttindabrot. Lúkasjenkó hefur á móti sakað andstæðinga sína um að vera í slagtogi við erlenda aðila til að steypa sér af stóli. Hann lét fangelsa tvo helstu keppinauta sína fyrir kosningarnar. Búist er við að Lúkasjenkó nái endurkjöri til sjötta kjörtímabils síns. Hann hefur verið handgenginn stjórnvöldum í Kreml en undanfarið hefur hann mótmælt því að Rússar seilist til frekari efnahagslegri áhrifa. Reuters-fréttastofan segir að rússnesk stjórnvöld hafi ekki tjáð sig um ásakanirnar. Þau hafa áður hafnað því að þau noti málaliða. Háttsettur embættismaður í Hvíta-Rússlandi segir Reuters aftur á móti að fjórtán af meintu málaliðunum hafi verið í Donbass-héraði í Austur-Úkraínu þar sem uppreisnarmenn studdir Rússum berjast gegn úkraínska stjórnarhernum. Simon Ostrovsky, fréttamaður PBS-sjónvarpsstöðvarinnar í Bandaríkjunum, bendir á að rússneskur rithöfundur sem barðist með uppreisnarmönnum í Úkraínu, haldi því fram að nokkrir þeirra sem voru handteknir í Hvíta-Rússlandi hafi verið með honum í herdeild í Úkraínu. Hann telji þó að mennirnir hafi aðeins verið á leiðinni í gegnum Hvíta-Rússland annað. Prilepin, the Russian author who boasts of killing many during his time fighting against Ukraine, says some of the Russians arrested in Belarus were members of his battalion but believes they were simply transiting. Belarus says they were sent to destabilize it ahead of elections https://t.co/qieUjfy6uU— Simon Ostrovsky (@SimonOstrovsky) July 29, 2020 Í fórum mannanna fannst súdönsk mynt og símakort. Vangaveltur hafa verið um að málaliðarnir hafi verið á leiðinni til Afríku í gegnum Hvíta-Rússland. Alexander Alesin, sjálfstæður hermálasérfræðingur í Minsk, segir AP-fréttastofunni að Hvíta-Rússland hafi lengi verið viðkomuland fyrir rússneska útsendara á leið í aðgerðir erlendis.
Hvíta-Rússland Rússland Súdan Tengdar fréttir Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06 Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Þrjár konur sameina framboð til að steypa forsetanum af stóli Þrjár konur í Hvíta-Rússlandi hafa sameinast og leiða kosningabaráttu fyrir forsetakosningarnar í Hvíta-Rússlandi, sem haldnar verða í næsta mánuði. 27. júlí 2020 08:06
Leiðtogar stjórnarandstöðunnar útilokaðir frá kosningum í Hvíta-Rússlandi Yfirkjörstjórn Hvíta-Rússlands hafnaði því að skrá framboð tveggja helstu leiðtoga stjórnarandstöðu landsins fyrir forsetakosningar sem fara fram í næsta mánuði. Ákvörðunin þýðir að Alexander Lúkasjenkó forseti til 26 ára verður svo gott sem sjálfkjörinn. 14. júlí 2020 15:14