„Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 30. júlí 2020 10:30 Margrét hefur heldur betur gengið í gegnum margt. Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Margrét Gnarr hefur náð lengst allra Íslendinga í fitness-heiminum og er eini Íslendingurinn hefur fengið þátttökurétt á Olympía, þar sem öflugustu keppendur heims mætast. Þar keppti hún í tvígang, áður en hún hætti í íþróttinni, þar sem hún var farin að ganga nærri heilsu sinni. Hún segist hafa verið komin með mikil vandamál í meltingarfærum og átröskun. Margrét Gnarr er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. ,,Ég líka fékk hjartsláttartruflanir og það var í raun stærsta ástæðan fyrir því að ég ákvað að hætta. Ég fór í tékk af því að ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Hjartað var oft að stoppa og ég missti andann. Og það var eitt skiptið sem ég var á einhverju brennslutæki og allir litir urðu allt í einu skærir og ég hætti að skynja hvenær fæturnir mínir snertu jörðina og þá varð ég hrædd og fór beint upp á heilsugæslu og þá kom í ljós að ég var með hættulega lágt Kalíum og jafnvægi á steinefnum var komið í algjört rugl,” segir Margrét Gnarr. Svakalegt álag á líkamann Þarna varð Margrétt raunverulega hrædd um eigin heilsu og ákvað að hætta að keppa. ,,Ég þróaði með mér iðrabólgu, sem varð verst árið 2017. Ég varð svo veik að ég gat oft ekki gengið af verkjum í maganum, þetta er svakalegt álag á líkamann að borða svona lítið í svona langan tíma,“ segir Margrét, sem segist hafa verið orðin verulega rugluð og komin með mjög brenglaða líkamsímynd. Klippa: Fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn ,,Þegar ég byrjaði að keppa var mér sagt að ég væri ekki með nógan vöðvamassa, svo að ég fór að vinna í því. Svo var mér sagt að ég væri orðin allt of stór, þannig að ég fór að reyna að minnka mig og ég var í raun orðin ekki neitt, en samt fannst mér ég alltaf vera of stór og þetta er eitthvað sem hefur fylgt mér mjög lengri, frá því ég var yngri og var með anorexíu og fannst ég aldrei verða nógu horuð, þó að ég væri komin í buxnastærð fyrir börn og var ekki neitt.” Hún segir vandamál með líkamsímynd í þessum geira alls ekki einskorðast við kvenfólk ,,Þetta er líka með karlmenn í fitness geiranum, þeir sem eru að keppa í vaxtarækt, að þeir eru einhvern vegin alltaf of litlir, finnst þeim. Þeir sjá ekki í speglinum að þeir séu að bæta á sig vöðvamassa. Það eru margir að díla við þetta og ég starfa sem einkaþjálfari og sé þetta hjá báðum kynjum.“ Í viðtalinu ræða Margrét og Sölvi um fitness-heiminn, átraskanir, samfélagsmiðla, skuggabönn, pabba hennar Jón Gnarr og margt margt fleira. Viðtalið í heild má sjá hér að neðan.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira