Sjö börn fæddust andvana vegna manneklu Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 13:59 Simbabve glímir ekki aðeins við kórónuveirufaraldur heldur einnig miklar efnahagsþrengingar. Hjúkrunarfræðingar eru í verkfalli til að mótmæla skorti á hlífðarbúnaði og ríkisstjórnin er sökuð um spillingu við opinber innkaup á honum. Vísir/EPA Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag. Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Mannekla er talin ástæða þess að sjö börn fæddust andvana á sjúkrahúsi í Harare, höfuðborg Simbabve á mánudagskvöld. Hjúkrunarfræðingar eru nú í verkfalli til að mótmæli skorti á nauðsynlegum hlífðarbúnaði gegn kórónuveirunni. Læknar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við segja að átta keisaraskurðir hafi verið gerðir á mánudagskvöld en sjö börn hafi fæðst andvana. Of seint hafi verið gripið inn í hjá mæðrum sem áttu við erfiðleika að stríða. Þeir segja ástandið á tveimur helstu sjúkrahúsum Harare alvarlegt þar sem aðeins örfáir læknar og hjúkrunarfræðingar séu á vakt vegna verkfallsins. Einn þeirra telur andlát nýburanna aðeins „toppinn á ísjakanum“. „Þetta eru ekki einangruð atvik. Þetta endurtekur sig á hverjum degi og það eina sem við getum gert er að horfa á þau deyja. Þetta eru pyntingar fyrir fjölskyldurnar og fyrir unga lækna,“ segir hann. Minni heilsugæslustöðvar eru einnig sagðar glíma við manneklu og sumum hafi hreinlega verið lokað vegna ástandsins. Því leiti ófrískar konur enn frekar á sjúrahúsinu þar sem fæðingardeildir eru yfirfullar. Þá er alvarlegur skortur á hlífðarbúnaði fyrir heilbrigðisstarfsfólk, lyfjum við meðgöngukrampa og blóði til að bæta upp fyrir blæðingar við barnsburð. Samtök fæðingar- og kvensjúkdómalækna í Simbabve lýsa ástandinu sem „alvarlegur“ og „meira en ægilegu“. Ólga ríkir í landinu þar sem óðaverðbólga leggst ofan á erfiðleika vegna kórónuveirufaraldursins. Meiriháttar hneyksli í kringum búnað vegna faraldursins skók Simbabve nýlega. Heilbrigðisráðherrann var rekinn eftir að ásakanir komu fram um að svik hafi verið í tafli við opinber innkaup á búnaði á uppsprengdu verði. Mótmæli hafa verið boðuð gegn ríkisstjórn Zanu-PF, stjórnarflokknum sem hefur stýrt landinu frá sjálfstæði, á föstudag.
Simbabve Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56 Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Mueller stýrir rannsókn á meintum afskiptum Rússa Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Sigurræða Trump í heild sinni Erlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Blaðamaður sem afhjúpaði spillingu handtekinn Lögregla í Simbabve handtók í dag rannsóknarblaðamann sem afhjúpaði spillingu innan heilbrigðisráðuneytisins sem tengdist búnaði vegna kórónuveirufaraldursins. Á sama tíma var leiðtogi stjórnarandstöðuflokks sem skipulagði mótmælaaðgerðir tekinn höndum. 20. júlí 2020 16:56
Helmingur Simbabvemanna glímir við matarskort Óvíða er matvælaöryggi jafnlítið og í Simbabve. Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna reynir nú að aðstoða þann helming þessarar fimmtán milljóna manna þjóðar sem er matarþurfi. 28. febrúar 2020 20:00