Ástandið á dvalarheimilum í Ástralíu alvarlegt Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 10:44 Hermenn og heilbrigðisstarfsmenn fyrir utan dvalarheimili í Melbourne. EPA/DANIEL POCKETT Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Innlent Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Erlent Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Innlent Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag Innlent Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann Innlent Fleiri fréttir Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Sjá meira