Ástandið á dvalarheimilum í Ástralíu alvarlegt Samúel Karl Ólason skrifar 29. júlí 2020 10:44 Hermenn og heilbrigðisstarfsmenn fyrir utan dvalarheimili í Melbourne. EPA/DANIEL POCKETT Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu. Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu hafa sent sérstakar neyðarsveitir, sem iðulega eru sendar til hamfarasvæða, á dvalarheimili í Melbourne þar sem þær eiga að berjast gegn verstu útbreiðslu kórónuveirunnar í héraðin. Metfjöldi nýsmitaðra greindist í Viktoríuhéraði á mánudaginn, alls 532, og þar af margir á dvalarheimilum. Búið er að staðfesta að minnst 804 íbúar dvalarheimila í Viktoríu eru smitaðir af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Minnst 49 íbúar dvalarheimila hafa dáið í héraðinu á undanförnum dögum og þeim mun fjölga. Aldraðir eru viðkvæmastir gagnvart sjúkdómnum. „Við munum sjá fleiri deyja, sérstaklega á dvalarheimilum,“ sagði Daniel Andrews, forsætisráðherra Viktoríu, á mánudaginn, samkvæmt frétt ABC News. Í dag greindust 295 smitaðir í Viktoríu og níu dóu, þar af sjö á dvalarheimilum. Þann 6. júní greindist ekkert nýtt tilfelli í Viktoríu og varð það í fyrsta sinn frá því i mars. Það varði þó ekki lengi. Þann 17. júní greindust 21 nýsmitaður en síðustu vikuna hafa 386 greinst smitaðir á degi hverjum, að meðaltali. ABC segir að 92 hafi dáið. Heilt yfir hafa nærri því 15.600 smitast í Ástralíu og 176 hafa dáið, samkvæmt frétt Reuters. Útbreiðsla veirunnar hefur aukist á undanförnum dögum og hafa yfirvöld víða í landinu gripið til félagsforðunar og samkomuhöft á nýjan leik. Ríkisstjórn Ástralíu hefur sent 1.400 hermenn og fimm neyðarsveitir til Melbourne og er þeim ætlað að aðstoða yfirvöld þar. Hermenn munu meðal annars leysa heilbrigðisstarfsfólk sem er í sóttkví og einangrun af og aðstoða við smitrakningu.
Ástralía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Erlent Fleiri fréttir Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Sjá meira