Eyjamenn gagnrýna meintan flutning Ólafs Helga til Eyja Sylvía Hall skrifar 28. júlí 2020 23:55 Hildur Sólveig Sigurðardóttir bæjarfulltrúi segir óeðlilegt að færa Ólaf Helga til Vestmannaeyja ef niðurstaðan er sú að hann er óhæfur til að gegna embætti lögreglustjórans á Suðurnesjum. Vísir „Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020 Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
„Það liggur auðvitað í hlutarins eðli að sé lögreglustjóri óhæfur til að sinna sínu embætti á Suðurnesjum er hann jafn óhæfur til að sinna því í Vestmannaeyjum,“ segir Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í færslu á Facebook. Þar deilir hún frétt þar sem greint er frá því að dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, að hann verði fluttur til Vestmannaeyja. Að sögn Hildar væri slíkur flutningur óásættanlegur og gjaldfelling á embættinu í Vestmannaeyjum. Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga. Vísir greindi frá því í síðustu viku að fjórir af sjö æðstu yfirmönnum embættisins ynnu gegn honum og héldu upplýsingum frá honum. Þá hefðu starfsmenn kvartað undan framkomu Ólafs Helga en ekki hafi verið tekið á þeim málum heldur hafi hann hótað starfsmönnunum brottrekstri. Hópur yfirmanna hafi jafnframt kvartað undan honum til dómsmálaráðuneytisins. Hildur segir eðlilegast ef staða lögreglustjórans í Vestmannaeyjum yrði auglýst. Þá gæti Ólafur Helgi sótt um eins og hver annar, en það væri óeðlilegt að færa hann þangað og þá sérstaklega í ljósi þeirrar stöðu sem uppi er á Suðurnesjum. „Að veita einhverjum tækifæri umfram annan og hvað þá einhverjum sem nota bene er hringamiðjan í þessu erfiða máli á Suðurnesjum væri óásættanlegt,“ skrifar Hildur. Kjartan Vídó Ólafsson, markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands, tjáir sig einnig um málið á Twitter síðu sinni. Þar hvetur hann Víði Reynisson yfirlögregluþjón til þess að sækja um og beinir því næst orðum sínum að Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra og segir Vestmannaeyjar ekki „ruslakistu fyrir óhæfa embættismenn“. Ég skora á Eyjamanninn @VidirReynisson að sækja um embættið og flytja heim! Ég kem með rétt á eftir þér heim Víðir!@aslaugarna póstnúmerið 900 er ekki ruslakista fyrir óhæfa embættismenn!! Eyjamenn eru Bítlafólk ekki Stones!!https://t.co/13vQApaTJq— Kjartan Vído (@VidoKjartan) July 28, 2020
Samfélagsmiðlar Lögreglan Vestmannaeyjar Suðurnesjabær Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07 Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57 Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um stöðuna á Suðurnesjum Dómsmálaráðherra hyggst ekki tjá sig um ólguna meðal starfsfólks lögreglunnar á Suðurnesjum. 24. júlí 2020 13:07
Starfsfólk kvartað undan áreitni, ráðningum og stöðuveitingum Mikið hefur gustað um embætti lögreglunnar á Suðurnesjum undanfarna daga eftir að greint var frá því að fjórir yfirmenn innan embættisins hafi verið sagðir reyna að grafa undan Ólafi Helga Kjartanssyni lögreglustjóra. 25. júlí 2020 19:57
Fjórir yfirmenn lögreglunnar á Suðurnesjum sagðir reyna að grafa undan lögreglustjóra Djúpstæð og alvarleg átök innan lögreglunnar á Suðurnesjum. 22. júlí 2020 16:26