Fjarlægðu tíst Trump vegna lyga um lækningu gegn Covid Samúel Karl Ólason skrifar 28. júlí 2020 15:40 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Starfsmenn Twitter fjarlægðu í dag nokkur tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem því var haldið fram að til væri lækning gegn Covid-19. Trump hafði meðal annars endurtíst tísti frá konu sem innihélt myndband sem Twitter hefur bannað. Við tístið skrifaði konan að það væri til lækning við Covid-19 og sagði Bandaríkjamönnum að „vakna.“ Kona þessi segist vera læknir, frumkvöðull, prestur og „stríðsöxi og vopn guðs“ og í öðru myndbandi sem hún tísti nýverið skorar hún á Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, að afhenda henni þvagsýni. Það ætli hún að nota til að sanna að Fauci hafi verið að taka lyfið umdeilda Hydroxychloroquine. Kona þessi, sem heitir Stella Immanuel, fékk læknaleyfi í Texas í nóvember, samkvæmt frétt Washington Post. Hún hefur haldið ræður um ýmsar samsæriskenningar gegn samkynhneigð og um Ilumianti, skuggasamtök sem eiga að stjórna heiminum á bakvið tjöldin. Samkvæmt Huffington Post hefur hún einnig haldið því fram að erfðaefni úr geimverum sé notað í lyf. Í myndbandinu sem um ræðir er Immanuel ásamt hópi annarra aðila sem segjast einnig vera læknar og er því haldið fram að Anthony Fauci og Demókratar hafi grafið undan lyfinu til að láta fleiri Bandaríkjamenn deyja og skaða endurkjörslíkur Trump. „Við þurfum ekki félagsforðun,“ sagði hún í myndbandinu. „Það er lækning við Covid.“ Það er alfarið rangt að til sé lækning við Covid-19. Tæplega 150 þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna Covid-19 og 4,3 milljónir hafa smitast. Trump forseti tísti margsinnis um Hydroxychloroquine í gærkvöldi og um notagildi þess gegn Covid-19. Vísindamenn segja þó að óljóst hvort lyfið hjálpi gegn Covid-19 og þá hve mikið. Þar að auki sé ekki hættulaust að taka það. Donald Trump yngri, sonur forsetans, deildi einnig myndbandinu og var hann ávíttur af Twitter fyrir að dreifa falsupplýsingum en í tísti sínu sagði hann einnig að fólk ætti ekki að þurfa að bera grímur. Ráðgjafi Trump yngri sagði það til marks um að stór tæknifyrirtæki ætli sér að „drepa tjáningarfrelsi á netinu“ og hafa afskipti af forsetakosningunum í ár. Forsvarsmenn Twitter hafa tekið harða afstöðu gegn dreifingu falskra upplýsinga um heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Í maí fjarlægðu starfsmenn fyrirtækisins tíst frá Trump þar sem hann sagði ósatt um utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess skipaði Trump embættismönnum að endurskoða lög sem verja fyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur þeirra deila á vefsvæðum þeirra og forritum. Umrætt myndband hefur einnig verið fjarlægt af Facebook og Youtube, eftir að því var dreift af fjölmörgum íhaldssömum aðilum og fjölmiðlum eins og Breitbart. Eftir að myndbandið var fjarlægt af Facebook tísti Immanuel um þá ákvörðun og skipaði hún forsvarsmönnum Facebook að taka þá ákvörðun til baka. Annars myndu tölvur fyrirtækisins skemmast og Facebook fara á hliðina „í Jesú nafni“. Hello Facebook put back my profile page and videos up or your computers with start crashing till you do. You are not bigger that God. I promise you. If my page is not back up face book will be down in Jesus name.— Stella Immanuel MD (@stella_immanuel) July 28, 2020 Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump aflýsir landsþingi Repúblikana Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst. 23. júlí 2020 22:27 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Starfsmenn Twitter fjarlægðu í dag nokkur tíst Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, þar sem því var haldið fram að til væri lækning gegn Covid-19. Trump hafði meðal annars endurtíst tísti frá konu sem innihélt myndband sem Twitter hefur bannað. Við tístið skrifaði konan að það væri til lækning við Covid-19 og sagði Bandaríkjamönnum að „vakna.“ Kona þessi segist vera læknir, frumkvöðull, prestur og „stríðsöxi og vopn guðs“ og í öðru myndbandi sem hún tísti nýverið skorar hún á Anthony Fauci, yfirmann Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, að afhenda henni þvagsýni. Það ætli hún að nota til að sanna að Fauci hafi verið að taka lyfið umdeilda Hydroxychloroquine. Kona þessi, sem heitir Stella Immanuel, fékk læknaleyfi í Texas í nóvember, samkvæmt frétt Washington Post. Hún hefur haldið ræður um ýmsar samsæriskenningar gegn samkynhneigð og um Ilumianti, skuggasamtök sem eiga að stjórna heiminum á bakvið tjöldin. Samkvæmt Huffington Post hefur hún einnig haldið því fram að erfðaefni úr geimverum sé notað í lyf. Í myndbandinu sem um ræðir er Immanuel ásamt hópi annarra aðila sem segjast einnig vera læknar og er því haldið fram að Anthony Fauci og Demókratar hafi grafið undan lyfinu til að láta fleiri Bandaríkjamenn deyja og skaða endurkjörslíkur Trump. „Við þurfum ekki félagsforðun,“ sagði hún í myndbandinu. „Það er lækning við Covid.“ Það er alfarið rangt að til sé lækning við Covid-19. Tæplega 150 þúsund Bandaríkjamenn hafa dáið vegna Covid-19 og 4,3 milljónir hafa smitast. Trump forseti tísti margsinnis um Hydroxychloroquine í gærkvöldi og um notagildi þess gegn Covid-19. Vísindamenn segja þó að óljóst hvort lyfið hjálpi gegn Covid-19 og þá hve mikið. Þar að auki sé ekki hættulaust að taka það. Donald Trump yngri, sonur forsetans, deildi einnig myndbandinu og var hann ávíttur af Twitter fyrir að dreifa falsupplýsingum en í tísti sínu sagði hann einnig að fólk ætti ekki að þurfa að bera grímur. Ráðgjafi Trump yngri sagði það til marks um að stór tæknifyrirtæki ætli sér að „drepa tjáningarfrelsi á netinu“ og hafa afskipti af forsetakosningunum í ár. Forsvarsmenn Twitter hafa tekið harða afstöðu gegn dreifingu falskra upplýsinga um heimsfaraldur nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19. Í maí fjarlægðu starfsmenn fyrirtækisins tíst frá Trump þar sem hann sagði ósatt um utankjörfundaratkvæði í Bandaríkjunum. Í kjölfar þess skipaði Trump embættismönnum að endurskoða lög sem verja fyrirtæki gegn því að bera ábyrgð á því sem notendur þeirra deila á vefsvæðum þeirra og forritum. Umrætt myndband hefur einnig verið fjarlægt af Facebook og Youtube, eftir að því var dreift af fjölmörgum íhaldssömum aðilum og fjölmiðlum eins og Breitbart. Eftir að myndbandið var fjarlægt af Facebook tísti Immanuel um þá ákvörðun og skipaði hún forsvarsmönnum Facebook að taka þá ákvörðun til baka. Annars myndu tölvur fyrirtækisins skemmast og Facebook fara á hliðina „í Jesú nafni“. Hello Facebook put back my profile page and videos up or your computers with start crashing till you do. You are not bigger that God. I promise you. If my page is not back up face book will be down in Jesus name.— Stella Immanuel MD (@stella_immanuel) July 28, 2020
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13 Trump aflýsir landsþingi Repúblikana Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst. 23. júlí 2020 22:27 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19
Á brattann að sækja hundrað daga í kosningar undrað dagar eru þar til Bandaríkjamenn ganga til kosninga og velja sér forseta til fjögurra ára. Donald Trump sækist eftir endurkjöri en hann á þó á brattann að sækja. 26. júlí 2020 14:13
Trump aflýsir landsþingi Repúblikana Bandaríkjaforseti hefur tekið ákvörðun um að aflýsa landsþingi Repúblikanaflokksins sem átti að fara fram í Flórída í lok ágúst. 23. júlí 2020 22:27
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent