Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 09:00 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen með augun á boltanum í leik gegn Selfossi i sumar. vísir/daníel Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“ Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“
Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Íslenski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Enski boltinn Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport Fleiri fréttir Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli Sjá meira