Sólveig tvístígandi varðandi Flórídaför: „Leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út“ Sindri Sverrisson skrifar 29. júlí 2020 09:00 Sólveig Jóhannesdóttir Larsen með augun á boltanum í leik gegn Selfossi i sumar. vísir/daníel Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“ Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Sólveig Jóhannesdóttir Larsen hefur stefnt að því í mörg ár að komast í bandaríska háskólafótboltann. Markmiðið átti að verða að veruleika í næsta mánuði en nú ríkir óvissan ein vegna kórónuveirufaraldursins. Sólveig hefur vakið athygli fyrir góða frammistöðu með Fylki í Pepsi Max-deildinni í fótbolta í sumar, þar sem hún hefur leikið sem lánsmaður frá Breiðabliki. Hún var fyrr í þessum mánuði kynnt sem nýr leikmaður University of South Florida, þar sem hún hugðist hefja nám í umhverfisvísindum í ágúst, en Sólveig er enn á Íslandi og bíður fregna af stöðunni í Flórída. „Það kemur vonandi í ljós í þessari viku hvort að deildin sem liðið spilar í verður spiluð í haust. Þá tek ég ákvörðun um hvort ég verð á Íslandi fram í janúar eða fer út í ágúst,“ segir Sólveig við Vísi. „En jafnvel þó að það verði deild þarna þá gæti verið að ég verði hérna á Íslandi fram í janúar, í fjarnámi. Ég ætla að sjá til,“ segir Sólveig, sem er 19 ára gömul og á að baki 32 leiki fyrir yngri landslið Íslands. Frjáls hérna heima og slæmt að fara út verði keppni frestað Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir, leikmaður Breiðabliks, útskrifaðist frá USF í sumar og kom svo heim til Íslands, en reyndist hafa smitast af kórónuveirunni í Flórída. Þúsundir manna greinast með kórónuveirusmit á hverjum degi í fylkinu og Sólveig er hikandi við að fara út, jafnvel þó að svo færi að keppni yrði ekki aflýst. „Já, eiginlega. Maður er svo frjáls hérna heima. Deildin er í fullum gangi hérna heima og það hefur gengið ágætlega, svo það væri kannski lélegt að fara út og lenda í því að deildinni þar yrði frestað enn meira. Maður er búinn að stefna á þetta frá því að maður var lítill, en svona er bara þetta COVID. Staðan úti er kannski svipuð og hún var í mars hérna heima. Það er auðvitað leiðinlegt að þetta sé svona akkúrat þegar maður ætlaði út, en það er ekkert við því að gera.“ Sólveig Jóhannesdóttir Larsen á láni til Fylkis Sólveig, sem er fædd árið 2000, hefur verið lánuð til Fylkis þar sem...Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 29. maí 2020 Búið er að aflýsa keppni í haust í að minnsta kosti þremur af um þrjátíu riðlum í efstu deild bandaríska háskólafótboltans, en ekki riðli USF. Liðið hefur oft unnið sinn riðil og fór í 16-liða úrslit í úrslitakeppninni á landsvísu síðasta vetur, en féll þar úr leik. „Þetta er mjög gott lið. Andrea Rán var að útskrifast þaðan núna í sumar. Ég talaði við hana til þess að fá smá innsýn í það hvernig skólinn væri og umgjörðin í kringum hann. Hún gaf mjög góð meðmæli og ég treysti henni vel fyrir því,“ segir Sólveig. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur og eru í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar, taplausar með 12 stig eftir sex leiki.VÍSIR/DANÍEL Gæti ekki verið ánægðari í Árbænum Eftir að hafa skorað mark 6. umferðar með afar laglegum hætti, í 1-1 jafntefli við Íslandsmeistara Vals 15. júlí, varð Sólveig fyrir því óláni að togna aftan í læri. Fram að því hafði henni gengið afar vel með Fylki og hún er ánægð með þá ákvörðun að hafa farið að láni í Árbæinn: „Ég gæti ekki verið ánægðari. Það er leiðinlegt að hafa meiðst núna og misst af síðustu tveimur leikjum. Ég verð ekki með gegn Breiðabliki [í dag], þar sem ég má ekki spila gegn þeim, en stefni á að ná næsta leik eftir það, gegn FH,“ segir Sólveig, ánægð með tímabilið sitt til þessa eftir að hafa verið í aukahlutverki hjá Breiðabliki: „Ég er búin að spila svo fáa leiki síðustu ár þannig að maður sér ekki beinlínis bætingu, en það er bara geggjað að vera loksins farin að spila.“
Íslenski boltinn Fylkir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti