Ingvar um markið hans Hilmars Árna: „Er aldrei að fara gefa hann“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 14:00 „Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
„Ég þarf að sjá þetta aftur. Ég hélt hann myndi gefa hann og held hann hafi gripið mig í skrefinu,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. „Ég á að þekkja hann sem leikmann, hann er aldrei að fara gefa hann í svona færi,“ sagði Ingvar Jónsson, markvörður Víkings, um mark Hilmars Árna Halldórssonar er liðin gerðu 1-1 jafntefli í Garðabænum í 9. umferð Pepsi Max deildarinnar. Hilmar Árni lét vaða í stað þess gefa á Sölva Snæ Guðbjargarson sem hefði eflaust verið í betra færi. Hilmar hitti boltann vel en Ingvar náði að slæma hendi í boltann áður en söng í netinu. Ingvar átti samt sem áður mjög fínan leik í marki Víkings. Varði hann til að mynda meistaralega frá Emil Atlasyni í síðari hálfleik og þó Víkingar hafi verið sterkari aðilinn í síðari hálfleik þá tryggði sú markvarsla Víkingum stig í Garðabænum. Ingvar hefur spilað sex leiki fyrir Víkinga í sumar en hann meiddist gegn FH og missti af næstu þremur leikjum. Hinum fræga KR leik þar sem Kári Árnason, Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson fengu allir rautt spjald. Ingvar missti einnig af afhroðinu sem fylgdi í næsta leik er Valur heimsótti Víkina og að sama skapi sigurleiknum gegn HK í Kórnum. Ingvar mætti sínum gömlu félögum í Stjörnunni í gær og mætir þeim svo strax aftur á fimmtudag er liðin mætast í Mjólkurbikarnum. „Það var sérstakt. Ég spilaði hérna í fjögur ár og var mjög spenntur fyrir leik sem og síðustu daga. Get ekki beðið eftir að mæta þeim aftur á fimmtudaginn,“ sagði Ingvar um endurkomu sína í Garðabæinn. „Þetta er það, einhver Evrópuleikja fýlingur yfir því að mæta þeim aftur. Þetta er samt bara næsti leikur og maður þarf að mæta klár.“ Ingvar hefur ekki enn tapað leik en að sama skapi hefur hann aðeins verið tvisvar í sigurliði þar sem Víkingar hafa gert fjögur jafntefli [gegn Fjölni, KA, Gróttu og Stjörnunni]. „Við erum ekkert að velta því fyrir okkur þannig séð. Það hafa komið nokkrar fínar frammi-stöður í röð núna og mér finnst góður stígandi í þessu. Við erum með rosaleg gæði í liðinu okkar og ef við höldum áfram á sömu braut eru ekki mörg lið sem stoppa okkur í sumar,“ sagði Ingvar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Stjarnan Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00 Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn og Glódís sátu fyrir svörum Fótbolti Stefán Kári og Bjarki Fannar tóku báðir Íslandsmet af Arnari Péturs Sport Fleiri fréttir Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Valur og Sigurður Egill senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu Hemmi Hreiðars orðaður við Val Katrín kvödd með fallegum hætti: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Sjáðu þrumufleyg Fred og snöggt svar Stjörnunnar Enginn þjálfari hefur bæði byrjað og klárað Sambandsdeildina Stúkan birti skilaboðin: „Mér finnst þetta ömurlegt“ Uppgjörið: Fram-Stjarnan 1-1 | Úrslitaleikur um Evrópusæti um næstu helgi Sigurður Egill svarar yfirlýsingu Vals: Ómakleg og lágkúruleg setning Valinn dómari ársins í þriðja sinn á síðustu fjórum árum Skoraði meira í sumar en árin þrjú á undan til samans Halldór út og Ólafur Ingi inn hjá Breiðabliki Segja að Halldór verði látinn fara og Ólafur Ingi taki við Sjá meira
Sjáðu mörkin sem skutu Val á toppinn ásamt öllum hinum úr 9. umferð Valur komst á topp Pepsi Max deildarinnar í gær með 3-1 sigri á Fjölni. Mörk leiksins sem og öll mörk 9. umferðar má sjá í fréttinni. 28. júlí 2020 09:00
Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðasta leik 9. umferðar í Pepsi Max deildinni í fótbolta í gærkvöld. Arnar Gunnlaugsson ræddi við Kjartan Atla Kjartansson og Pepsi Max Tilþrifin af leik loknum. 28. júlí 2020 07:30
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15