Arnar Gunnlaugs: Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 07:30 Arnar Gunnlaugsson var sáttur með stigið í Garðabænum en Víkingar máttu alls ekki tapa leiknum. vísir/bára Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Víkingur gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í Garðabænum í gærkvöld. Var það síðasti leikur 9. umferðar Pepsi Max deildarinnar en Stjarnan hefur þó aðeins leikið sex leiki. Þetta var fjórða jafntefli Víkinga í sumar en Arnar Gunnlaugsson - þjálfari liðsins - gaf það út fyrir mót að þeir ætluðu sér að vera í toppbaráttunni. Arnar mætti til Kjartans Atla Kjartanssonar í Pepsi Max Tilþrifunum að leik loknum. „Bara mjög vel, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur af okkar hálfu. Stjarnan var öflug fyrstu tíu mínúturnar en eftir það tókum við öll völd á vellinum, fannst mér, og jöfnum verðskuldað. Seinni hálfleikur var jafnari – þetta eru náttúrulega tvö hörkulið og þetta var hörkuleikur – þeir áttu færi, við áttum færi," sagði Arnar aðspurður hvernig hans menn komu inn í leikinn. „Þessi hópur þolir alveg að það sé töluð íslenska við þá. Ef Stjarnan hefði unnið hefðum við misst þá og fleiri lið alltof langt frá okkur. Jafntefli eru fín úrslit, þetta er hörkudeild og mikið af skemmtulegum leikjum. Nú er bara leikur tvö við Stjörnuna á fimmtudaginn og það verður hörkuleikur líka." „Mér finnst það, svona miðað við hvernig mótið er að spilast. Þrjú stig hefðu hjálpað okkur mjög mikið og sent ákveðin skilaboð. Stjarnan eru taplausir og búnir að tapa fæstum stigum í deildinni en þeir eiga líka eftir að spila hörkuleiki. Svo erum við komin í lok júlí og mér finnst eins og mótið sé að verða búið en það er rétt að byrja, það er nóg af leikjum eftir og margt eftir að gerast,“ sagði Arnar aðspurður hvort honum fyndist að Víkingar hafi sótt góð úrslit í Garðabæinn. „Við höfum svarað þessu fíaskó á móti Val og KR mjög vel finnst mér,“ sagði Arnar einnig en það eru einu tveir tapleikir Víkinga í sumar. „Mér finnst það ótrúlegt. Maður sér það inn á milli að það koma leikir þar sem leikmenn eiga „off“ dag en mér fannst ákefðin mjög góð í dag. Bæði lið voru „all in“ þannig að ég er virkilega ánægður með hvernig þróunin er í íslenskum fótbolta. Mér finnst boðskapurinn vera fara víðar,“ sagði Arnar annars vegar um leikjaálagið og svo spilamennsku íslenskra liða. „Maður sér voða lítið frá þessari „fucking“ hliðarlínu, afsakið orðbragðið en mér fannst að við hefðum átt að nýta betur tækifærin sem við fengum í seinni hálfleik. Hefðum nokkrum sinnum þurft að taka betri ákvarðanir á síðasta þriðjung. Okkar hugmyndafræði er að fara „all in“ og ég get lofað þér að við verðum þannig á fimmtudaginn. Óháð hvaða kerfi við spilum þá reynum við að halda bolta og pressa. Stjarnan er líka hörkulið, þurfum að passa þeirra helstu pósta og þetta er bikarslagu,“ var svarið þegar Arnar var spurður út í hvort leikplanið gegn Stjörnunni á fimmtudag yrði það sama og í gærkvöld. „Við eigum titil að verja. Ég hef oft sagt að það eru góð lið sem vinna titil en það eru frábær lið sem verja titil og vonandi verðum við í seinni pakkanum,“ sagði Arnar að lokum.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15 Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00 Mest lesið Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Körfubolti Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn Fótbolti Dagskráin: Íslendingalið mætir Man. Utd og barist um Meistaradeildarsæti Sport Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Íslenski boltinn Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Enski boltinn „Í ruslið með þetta og áfram gakk“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Víkingur 1-1 | Jafntefli niðurstaðan í kuldanum í Garðabæ Stjarnan og Víkingur gerðu 1-1 jafntefli í síðasta leik dagsins í Pepsi Max deildinni í fótbolta. 27. júlí 2020 22:15
Rúnar Páll: Ekki ánægðir með að gera jafntefli á heimavelli Rúnar Páll var ekki á allt sáttur með jafntefli sinna manna gegn Víking í kvöld er Stjarnan fékk lærisveina Arnar Gunnlaugssonar í heimsókn í Garðabæinn. 27. júlí 2020 23:00