„Ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 27. júlí 2020 10:29 Högni hefur barist við geðhvarfasýki í átta ár. Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni. Geðheilbrigði Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Högni Egilsson tónlistarmaður segir fordóma og skilningsleysi ríkja um geðhvörf. Hann ræddi málefnið í tengslum við Kanye West í hlaðvarpi Skoðanabræðra á föstudaginn og rifjaði það um leið upp þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild. „Hann er náttúrulega með bipolar,“ sagði Högni um Kanye. „Ég kljáist við það á hverjum einasta degi af vandvirkni. Það lærist með aldrinum að gera það. Traustið verður að vera til heilbrigðisstofnananna, lækna og svoleiðis. Það er erfiðast í heimi fyrst, eins og hann er að tala um að það sé verið að læsa hann inni á geðdeild. Það er ógeðslega erfitt skref að fara inn á geðdeild, fyrir hvern sem er.“ Það hefur ratað í fréttir undanfarið að Kanye West á við geðræna erfiðleika að stríða. Þeir hafa meðal annars brotist út í opinskáum en á köflum fjarstæðukenndum yfirlýsingum á samfélagsmiðlum um fjölskyldu hans. Kross að bera en brunnur að tilfinningalífi Högni er sjálfur með geðhvörf, greindist fyrir átta árum en er að eigin sögn kominn á stöðugan stað. „Með árunum minnka sveiflurnar. Þetta snýst allt um sveiflur. Að taka lyfin sín sómasamlega, halda sig frá örvandi efnum og svolítið vera æðrulaus gagnvart því að þú ert með sjúkdóminn. Það sem ég held að Kanye sé ekki er æðrulaus gagnvart því að hann sé með þetta. Þegar manían fer svona hátt þá er hann bara: „Þið eruð að reyna að taka mig niður. Ég er engill. Ég er guðleg vera.“ Högni segir að það sé leiðinleg hlið af sjúkdómnum. „Sem er kross að bera en er líka minn brunnur af einhverju tilfinningalífi sem ég myndi aldrei snerta á öðruvísi,“ sagði Högni. Högni rifjaði það upp í þættinum þegar hann fór sjálfur fyrst inn á geðdeild og setti í samhengi við það sem Kanye gengur í gegnum nú um mundir. Bergþór og Snorri halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræður. „Ég man eftir því fyrst þegar ég fór inn á geðdeild. Þá þurfti ég að halda tónleika inni á Snaps og ég þurfti að hlaupa á móti Reykjavíkurmaraþoninu, af því að ég þurfti að búa til einhverja táknræna aðgerð og snertast við engla. Þú ferð inn í einhvern dulrænan heim sem er eiginlega ekki hægt að lýsa með orðum af því að þetta eru svo kraftmiklar upplifanir.“ Ekki rómantískt að geðveikasti listamaðurinn sé besti listamaðurinn Högni telur ekki að eigi að upphefja geðsjúkdóma í tengslum við listir. „Það hjálpar þér ekkert að fara inn á geðdeild fimm sinnum í músíkinni. Það sem hjálpar þér er að læra að vera stabíll, að vera góður við umhverfið þitt. Það er ekkert endilega rómantískt að halda að geðveiki listamaðurinn sé besti listamaðurinn. Það er alls ekki þannig,“ sagði Högni. Hann telur Kim Kardashian, eiginkonu Kanye, bregðast rétt við. „Af því að það eru líka svo miklir fordómar og skilningsleysi, enda líka frekar flókið fyrirbæri, af því að allt í einu heldur Kanye West að hann sé Yeezy eða Guð en síðan fer hann örugglega djúpt í þunglyndi.“ Bræðurnir Bergþór og Snorri Mássynir halda úti hlaðvarpinu Skoðanabræðrum. Í viðtalinu við Högna ræddu þeir auk geðhvarfanna og Kanye allt á milli himins og jarðar, allt frá kvikmyndatónlist til ferðar Högna til Ítalíu í miðri kórónuveirunni.
Geðheilbrigði Mest lesið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Menning Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Lífið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Bíó og sjónvarp PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Leikjavísir Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi Lífið Fleiri fréttir Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið