Bolsonaro laus við Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 25. júlí 2020 14:34 Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu. EPA/JOEDSON ALVES Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra. Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, er laus við Covid-19, sjúkdóminn sem nýja kórónuveiran veldur. Þessu sagði forsetinn frá á Twitter í dag en hann fékk neikvætt út úr skimun fyrir veirunni. Bolsonaro sagði frá smiti sínu þann 7. júlí. Á miðvikudaginn greindist hann enn með sjúkdóminn en hann hefur ekki sagt hvenær þetta nýjasta próf var tekið. Forsetinn fór í próf í byrjun mánaðarins eftir að hann hafði sýnt einkenni sjúkdómsins eins og þreytu, hita og vöðvaverki. Hann virðist þó ekki hafa orðið alvarlega veikur. - RT-PCR para Sars-Cov 2: negativo.- BOM DIA A TODOS. pic.twitter.com/CkdV59yGXP— Jair M. Bolsonaro (@jairbolsonaro) July 25, 2020 Brasilía er eitt þeirra ríkja sem hefur orðið hvað verst úti vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar þar sem minnst 85.238 hafa dáið vegna veirunnar, samkvæmt opinberum tölum. Bolsonaro sjálfur hefur þó ítrekað gert lítið úr alvarleika faraldursins. Hann hefur barist gegn aðgerðum ríkis- og borgarstjóra sem hafa reynt að draga úr dreifingu veirunnar í landinu. Hann hefur rekið tvo heilbrigðisráðherra sem hafa ekki viljað hreyfa sig eftir strengjum forsetans. Í síðustu viku voru tveir mánuðir frá því síðasti heilbrigðisráðherrann var rekinn og hefur hershöfðingi sem er hliðhollur forsetanum stýrt málaflokknum síðan. Í apríl sagði Bolsonaro mikilvægt að opna hagkerfið og draga úr félagsforðun. Það væri nauðsynlegt og ítrekaði hann að ábyrgðin væri hans. Tæpum tveimur vikum seinna, þegar um fimm þúsund manns voru dánir, sagðist hann ekki bera ábyrgð á neinu. Fyrr í þessari viku tilkynntu tveir ráðherrar í ríkisstjórn Bolsonaro að þeir hefðu einnig smitast af Covid-19. Það voru þeir Onyx Lorenzoni, 65 ára ríkisborgararáðherra, og hinn 62 ára gamli Milton Riberio, menntamálaráðherra.
Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39 Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37 Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18 Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Sjá meira
Fjöldi tilfella í Brasilíu kominn yfir tvær milljónir Fjöldi Brasilíumanna sem greinst hafa smitaðir af kórónuveirunni hafa tvöfaldast á undanförnum 27 dögum. Alls hafa greinst yfir tvær milljónir tilfella í suður-ameríkuríkinu víðfeðma. 16. júlí 2020 23:39
Bolsonaro segist hafa það gott í veikindunum Engan bilbug er að finna á Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, sem segist hafa það „mjög gott“ þrátt fyrir að hann hafi greinst smitaður af kórónuveirunni. Hann þakkar malaríulyfi sem hann hefur hampað mjög hversu mild einkenni hann hafi fengið til þessa. 8. júlí 2020 23:37
Bolsonaro vildi ekki samþykkja grímuskyldu í verslunum og skólum Forseti Brasilíu, Jair Bolsonaro, sem hefur gefið lítið fyrir sóttvarnir vegna kórónuveirufaraldursins hefur nú samþykkt lög sem gera það að skyldu að klæðast andlitsgrímu. 3. júlí 2020 23:18
Dregið úr félagsforðun víða um heim, þrátt fyrir mikla fjölgun smitaðra Þrátt fyrir að víða sé verið að slaka á takmörkunum á ferðafrelsi og félagsforðun er faraldur nýju kórónuveirunnar ekki í rénun. Veiran er að gefa í og hafa nýsmitaðir aldrei verið fleiri á heimsvísu. 11. júní 2020 11:33